Cherry Smoke í tveimur útgáfum

AugnskuggarÉg Mæli MeðLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Jæja ég er ekki enn búin að klára að fara yfir allar haustlínurnar – ég er orðin alltof spennt fyrir jólunum að ég þarf aðeins að fara að halda aftur af mér ;) En ein af fallegri haustlínum sem komu til landsins var Cherry Smoke frá Smashbox. Ég er ótrúlega hrifin af augnskuggunum frá merkinu eins og ég hef oft talað um en endingin, styrkurinn og blöndunin með þessum er alveg einstök og með því sem gerist best hjá merkjunum sem fást hér á landi.

Cherry Smoke línan er sérstaklega einföld en í aðahlutverki var dýrindis augnskuggapalletta sem er svakalega eiguleg. Það eru enn nokkrar til og í dag hefst TaxFree í Hagkaupum sem þýðir að hún er á sérstaklega góðu verði! Þó þessi teljist til haustvöru eru þetta tímalausir og klassískir litir sem vel er hægt að nota í ýmislegt t.d. hátíðarfarðanir. Ég er búin að vera að prófa mig aðeins áfram og hér sjáið þið tvö ólík lúkk sem ég gerði með pallettunni.

Eitt svona daglúkk….

cherrysmoke14

… og annað svona meira kvöld :)

cherrysmoke6

Hér er svo pallettan í allri sinni dýrð. Á móti augnskuggunum er svo stór spegill svo hún er tilvalin til að hafa í snyrtibuddunni yfir daginn svo við getum nú séð okkur vel þegar við þurfum að lappa uppá okkur. Ég er svakalega hrifin af litunum í pallettunni sem er mjög eiguleg að mínu mati.

Mér finnst líka mjög gaman við Smashbox að litirnir í línunum eru alltaf svo ólíkir hver öðrum – það er varla hægt að bera stemminguna í pallettunum í sumarlúkkinu saman við þessa liti en formúlan og gæðin eru þau sömu og eins og ég sem á nú pallettur úr báðum þessum línum á núna frábært úrval af augnskuggum frá merkinu í mismunandi litum og áferðum.

cherrysmoke15

Eins og þið sjáið þá er ýmislegt hægt að gera með þessum litum og það er um að gera að sækja innblástur frá vörunni sjálfri. Mér finnst alltaf skemmtilegast að prófa mig áfram. Ákveða kannski fyrst svona í hvaða stíl ég vil vera og prófa svo smám saman litina…

Hér sjáið þið meira up close af dagförðuninni sem ég skartaði í video færslunni minni þar sem ég fór yfir uppáhalds vörurnar mínar í október. Mér þótti sérstaklega gaman að sjá hvað myndbandið fékk gott áhorf og ég er nú þegar búin að ákveða hvað verður tekið fyrir í næsta myndbandi en það er innlit í eldhúsið mitt nýja sem er komið vel á veg og er alveg að vera reddí – hljómar það ekki bara vel?

cherrysmoke13

og svo enn meira close up – ég elska að vinna með augnskuggana frá Smashbox sérstaklega útaf blönduninni – sjáið hvað þeir blandast fallega!

cherrysmoke11 cherrysmoke12

Hér sjáið þið svo betur litina í kvöldlúkkinu. Hér dýpkaði ég skygginguna með dekkri litunum notaði dökka plómulitinn í stað gylltu tónanna. Svo toppaði varaliturinn Pink Pop frá Smashbox lúkkið – þessi litur er minn uppáhalds frá Smashbox líka í glossunum gömlu ;)

cherrysmoke8 cherrysmoke3 cherrysmoke5

Þessi verður mikið notuð og ef ykkur líst vel á hana nælið ykkur þá í hana á TaxFree í Hagkaupum í dag! Smashbox er í Hagkaup Smáralind, Kringlu og Holtagörðum;)

Dagurinn í dag fer svo í að stilla upp Vero Moda í Smáralind – fullt af nýjum vörum svo endilega kíkið í heimsókn. Framundan á blogginu eru svo myndir frá heimsókn í Blue Lagoon búðina á Laugaveginum og svo ætla ég að segja ykkur frá æðislegu jóladagatali sem allar fjölskyldur þurfa að næla sér í – mögulega á blogginu því ég ætla að gefa nokkrum lesendum eintak :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Jólagjöfin í ár er plötuspilari

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún

    14. November 2014

    hæhæ,

    Ætlaði að athuga hvort það væri hægt að fá ráðlegingar hjá þér varðandi BB eða CC krem handa konum með olíu kenda húð sem gefa smá coverage ? Þar sem það eru jú tax free dagar í hagkaup og langar aðeins að ná að nýta það

  2. Guðrún

    16. November 2014

    Takk æðisleg:)

    Vill líka bara fá að segja að síðan þín voða gagnleg og skemmtileg. Alltaf þegar það er farið í það ða endurnýja í snyrtivörubudduni þá fletti ég upp hjá þér um vöruna annað hvort fyrir ef ég þarf fleiri upplýsingar eða eftir á til að sjá svona how to með farðanir og svona :