fbpx

CC krem – hvað er til? hver er munurinn?

BourjoisChanelCliniqueHúðlorealMACmakeupMakeup ArtistMax FactorNip+FabSmashboxSnyrtibuddan mín

Jæja það er komið allt of langt síðan síðasta svona færsla leit dagsins ljós! Ég átti eftir að taka fyrir CC kremin sem eru í boði í verslunum landsins en ég vildi bara bíða aðeins með það þar sem það voru ekkert mörg þannig til hér á Íslandi. Á stuttum tíma hafa þó fjölmörg krem bæst í úrvalið og hér eru þau sem ég hef haft kynni af…

Screen Shot 2014-03-12 at 7.12.46 PM Screen Shot 2014-03-12 at 7.12.59 PM Screen Shot 2014-03-12 at 7.13.15 PMScreen Shot 2014-03-12 at 7.42.11 PM Screen Shot 2014-03-12 at 7.42.27 PMÞó ég hafi nú alveg skrifað um nokkur þeirra áður þá er ekkert að því að minna aðeins á það sem er í boði og mögulega hjálpa þeim sem eru að leita sér að rétta kreminu að grisja aðeins úr því sem er í boði.

Kremin eru auðvitað öll í ólíkum verðflokkum en ég hvet ykkur þó að láta það ekki hafa of mikil áhrif svona í upphafi þar sem maður á auðvitað að velja þá vöru sem hentar manni best. Öll leitast kremin við að jafna húðlitinn og fullkomna hann, hvort sem það er með því að draga úr roða, þreytu eða gefa ljóma. Öll eru þau með SPF og gefa náttúrlega áferð.

CC stendur fyrir Color Correcting og eru partur af stafrófskrematrendinu sem er í gangi hjá snyrtivörumerkjum. Það er mjög misjafnt hvernig merkin túlka tilgang kremanna og því líkjast mörg BB krem CC kremum hjá öðrum merkjum og öfugt. Sjálf á ég erfitt með að segja beint hver munurinn er en ég á þó auðvelt með að gera það á milli merkja.

Eitt krem gerir þó kraftaverk þegar kemur að því að draga úr roða og það er græna L’Oreal kremið. Það dregur úr öllum roða líka t.d. rósaroða – ég hef alla vega heyrt það frá konum með rósaroða. Ég hef líka heyrt frá konu sem notar það á lappirnar til að draga úr æðaslitum ef hún fer á ströndina eða er í styttri buxum. Ég er sjálf alltaf með það í verkefnum því stundum fæ ég fyrirsætur sem eru með rauð eyru – þá set ég bara smá af kreminu á eyrun og liturinn hverfur. Eini gallinn er að mér finnst það dáldið dökkt en smám saman jafnar það sig og aðlagast litarhaftinu mínu.

Svo er ég mega spennt fyrir CC línunni sem er væntanleg á næstunni hjá MAC – hún er ekki alveg komin en hún fær bara sér færslu rétt áður en hún kemur í verslanir. Línan verður partur af Prep + Prime línunni hjá merkinu. Þar verða fljótandi krem og púður svo eitthvað sé nefnt!MAC-Prep-Prime-CC-Colour-Correct-CollectionMér finnst hún lúkka sjúklega vel!

En ég vona að þessi umfjöllun hafi gefið ykkur smá innsýn inní það sem er í boði þegar kemur að litaleiðréttingu – það er alltaf eitthvað nýtt í stóra heimi snyrtivaranna!

Kremin hér að ofan eiga það öll sameiginlegt að fást í Smáralind, Make Up Store er þar og svo þegar MAC vörurnar koma þá er MAC í Debenhams. Öll hin kremin fást í Hagkaupum og flest líka í Lyfju:)

EH

Ungir frumkvöðlar styrkja gott málefni

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

22 Skilaboð

  1. Arna

    12. March 2014

    Hvað merkir BB krem? Er það litað dagkrem?

    • BB stendur fyrir Blemish Base eða Blemish Balm og er meira að fullkomna yfirborð húðarinnar eins og primer. Má eiginlega segja að þetta sé litað dagkrem með smá primer í :) En eins og ég segi þá er þetta allt saman voðalega líkt og aðeins auðveldara að bera saman BB og CC krem innan sömu merkja :)

  2. Nanna Birta

    12. March 2014

    Flott færsla og greinilega mikið í hana lagt :) Má ég spurja hvaða krem fannst þér passa best við húðlitinn þinn?

    • Takk! :D Heyrðu öll henta mér nema helst græna frá L’Oreal mér finnst það á mörkunum… Öll hin eru með lit sem sleppur á mér en það er sérstaklega gott litaúrval hjá Max Factor, Make Up Store, Smashbox og Bourjois, hin merkin eru með 1 – 2 liti í boði ;)

      • Kristín María

        12. March 2014

        Ég er með mjög ljósa húð (líklegast mjög svipaða þinni) og mér finnst ljósa CC kremið frá Nip+Fab vera einum tóni of dökkt fyrir mig, a.m.k. núna um vetur. Ég er ekki búin að eiga það nógu lengi til þess að sjá hvernig það er á húðinni þegar hún hefur fengið smá lit og extra frekknur.
        Finnst þér það passa þínum húðlit?

        • Ég verð að viðurkenna að ég kláraði mitt í fyrra og þá var ég eflaust enn með aðeins dekkri húð. Ég þarf að testa það bara næst þegar ég fer í verslun sem selur það. En það smellpassaði mér eftir sumarið og var mjög fallegt. Mögulega væri það of dökkt núna. En t.d. kremð frá Make Up Store er fullkomið fyrir mig núna og ég nota það einmitt í sýnikennsluvideoi sem ég ætla að reyna að ná að birta núna fyrir helgi, þá geturðu séð það betur :)

  3. Heiða

    12. March 2014

    Ég keypti mér CC-krem frá Clinique ljósa litinn, mér finnst það engan vegin fara inní húðina heldur virka bara eins og þykkt meik sem myndar svona leikhúsgrímu. Er þetta eðlilegt eða hentar það mér ekki ?

    • Þá hentar það mjög líklega bara ekki húðinni þinni.. Það er reyndar þykkara en önnur CC krem en hefurðu prófað að þynna það aðeins með léttu rakakremi, bara svo þú getir nú nýtt það?

      • Heiða

        13. March 2014

        Ég er mjög þurra og viðkvæma húð þessvegna hélt ég að þetta myndi henta best, en hef prófað að blanda því við rakakrem og fannst enn það vera eins og meik. Nota flesta daga BB-krem frá Maybelline og finnst það frábært svo ég bara hætti að nota hitt.

        • Þá er bara best að halda sig við það! En sama hér ég dýrka bb kremin frá maybelline stútfull af raka en engin olía:):)

  4. Takk fyrir þessa umfjöllun, mig vantaði einmitt upplýsingar um þessi krem.
    Þar sem ég er rauðhærð með x-tra hvíta húð á ég alltaf erfitt með að finna make sem passar mér, sérstaklega á þessum árstíma. Hvað af þessum CC kremum er ljósast og gæti því hentað MJÖG hvítri húð?

    • Frábært svar frá Írisi hér fyrir neðan sem er líklega ætlað þér :) Eins er Make Up Store með gott litaúrval :)

    • Herdís

      13. March 2014

      Eina sem ég get notað er frá Gosh, það er mjög ljóst :) Hef prófað Garnier, Loreal, Maybelline o.fl. og Gosh er það eina sem framleiðir nógu ljós krem :)

      • Vá hvað ég var bara að fatta núna að ég gleymdi CC kreminu frá Gosh, en ég hef einmitt ekki prófað það – mælirðu með því? Held ég verði bara að gefa því sér færslu seinna – það er náttúrulega ljótt að skilja útundan :)

        • Herdís

          14. March 2014

          Mér finnst það fínt. Ég er einmitt rauðhærð og með fullt andlit af freknum en það felur þær ekki :) Þoli ekki að nota meik því andlitið mitt virkar svo líflaust þegar freknurnar sjást ekki. Hef reyndar ekki oft notað CC kremið, er yfirleitt með BB. En það er gott að geta gripið í CC kremið þegar maður vaknar extra ó-hress :)

  5. Íris

    13. March 2014

    Ég er rauðhærð með ljósa húð og nota ljósasta litinn frá Smashbox :) Alveg elska það. Ætla samt að prófa frá Make Up Store næst er mjög spennt fyrir því eftir þessa umfjöllun :)

  6. Hófí Magnúsd.

    13. March 2014

    Frábært, ég þarf einmitt að fara að kaupa mér nýtt. En ég var samt að komast að því (hjá húðlækni) að ég er með ofnæmi fyrir ilmefnum og nikkel sem gerir mér ótrúlega erfitt fyrir að finna snyrtivörur sem henta. Er að nota núna BB krem frá Garnier, ákvað að prófa því það er svo ódýrt en er alltaf með leiðinda þurrkubletti sem einkenna þetta ofnæmi mitt, þannig það hentar eiginlega alls ekki. Veistu um einhver ofnæmisprófuð eða ilmefna og nikkel laus BB/CC krem? :)

    • Ég ákvað að senda smá fyrirspurn á heildsöluna sem er með Ole Henriksen til að spurjast fyrir með það það sem mér datt í hug að mögulega gæti það hentað þér. Hér geturðu séð innihaldslýsinguna til að skoða innihaldsefnin – http://www.olehenriksen.com/p-166-perfect-truth-cc-crme.aspx – en það er ekki með ilmefnum en í vörurnar eru notaðir ávextir sem kalla fram smá ilm en það er ekki með nikkeli :) Það krem er mjög ríkt af efnum sem eru næringarrík og góð fyrir þurra húð!

      Eins dettur mér í hug kremið frá clinique sem eru vörur sem eru vel ofnæmisprófaðar og ef ég man rétt þá eru þær ilmenalausar en þú ættir endilega að fletta líka upp innihaldslýsingunni fyrir það krem og þá geturðu séð hvort efnin sem þú ert með ofnæmi fyrir eru í því. En það er mun þykkara eins og ég tek fram í lýsingunni.

      Endilega kíktu í eins og Hagkaup Smáralind ef þú átt kost á því þar sem bæði merkin eru með stand og þú getur prófað að bera þau á handabakið og séð hvernig húðin bregst við:)

  7. Guðný

    13. March 2014

    Sæl ein spurning á að nota CC kremið bara eitt og sèr eða það undir meikið ?
    Mig vantar að vita þeira um þessa gæða vöru :)

    • Það má bara bæði! Ég nota þau mikið ein og sér t.d. þegar ég vil hafa létt á húðinni eins og þegar það er heitt úti eða þau eru þykk. En það má líka nota þau undir farða eins og t.d. þessi frá L’Oreal sem leiðrétta liti og gefa létta áferð. Þá berðu þau á fyrst til að draga úr þá gráa eða rauða litnum og setur svo léttan farða yfir kannski til að fá meiri þekju eða meiri ljóma :)

  8. Guðný

    13. March 2014

    Okei frábært að heyra :) ætla hendast út i búð að kaupa mér þetta frá Loreal fyrir gráa huð. Þusund þakkir fyrir að svara fljótt.

  9. J´lía

    13. March 2014

    Sæl, geggjuð umfjöllun. Ein pæling – seturu púður yfir eða sleppiru því alveg?