Jæja það er komið allt of langt síðan síðasta svona færsla leit dagsins ljós! Ég átti eftir að taka fyrir CC kremin sem eru í boði í verslunum landsins en ég vildi bara bíða aðeins með það þar sem það voru ekkert mörg þannig til hér á Íslandi. Á stuttum tíma hafa þó fjölmörg krem bæst í úrvalið og hér eru þau sem ég hef haft kynni af…
Þó ég hafi nú alveg skrifað um nokkur þeirra áður þá er ekkert að því að minna aðeins á það sem er í boði og mögulega hjálpa þeim sem eru að leita sér að rétta kreminu að grisja aðeins úr því sem er í boði.
Kremin eru auðvitað öll í ólíkum verðflokkum en ég hvet ykkur þó að láta það ekki hafa of mikil áhrif svona í upphafi þar sem maður á auðvitað að velja þá vöru sem hentar manni best. Öll leitast kremin við að jafna húðlitinn og fullkomna hann, hvort sem það er með því að draga úr roða, þreytu eða gefa ljóma. Öll eru þau með SPF og gefa náttúrlega áferð.
CC stendur fyrir Color Correcting og eru partur af stafrófskrematrendinu sem er í gangi hjá snyrtivörumerkjum. Það er mjög misjafnt hvernig merkin túlka tilgang kremanna og því líkjast mörg BB krem CC kremum hjá öðrum merkjum og öfugt. Sjálf á ég erfitt með að segja beint hver munurinn er en ég á þó auðvelt með að gera það á milli merkja.
Eitt krem gerir þó kraftaverk þegar kemur að því að draga úr roða og það er græna L’Oreal kremið. Það dregur úr öllum roða líka t.d. rósaroða – ég hef alla vega heyrt það frá konum með rósaroða. Ég hef líka heyrt frá konu sem notar það á lappirnar til að draga úr æðaslitum ef hún fer á ströndina eða er í styttri buxum. Ég er sjálf alltaf með það í verkefnum því stundum fæ ég fyrirsætur sem eru með rauð eyru – þá set ég bara smá af kreminu á eyrun og liturinn hverfur. Eini gallinn er að mér finnst það dáldið dökkt en smám saman jafnar það sig og aðlagast litarhaftinu mínu.
Svo er ég mega spennt fyrir CC línunni sem er væntanleg á næstunni hjá MAC – hún er ekki alveg komin en hún fær bara sér færslu rétt áður en hún kemur í verslanir. Línan verður partur af Prep + Prime línunni hjá merkinu. Þar verða fljótandi krem og púður svo eitthvað sé nefnt!Mér finnst hún lúkka sjúklega vel!
En ég vona að þessi umfjöllun hafi gefið ykkur smá innsýn inní það sem er í boði þegar kemur að litaleiðréttingu – það er alltaf eitthvað nýtt í stóra heimi snyrtivaranna!
Kremin hér að ofan eiga það öll sameiginlegt að fást í Smáralind, Make Up Store er þar og svo þegar MAC vörurnar koma þá er MAC í Debenhams. Öll hin kremin fást í Hagkaupum og flest líka í Lyfju:)
EH
Skrifa Innlegg