fbpx

Catwalk pallettan frá Anastasia B.H.

AugnskuggarAuguLúkkmakeupMakeup ArtistSýnikennsla

Ég splæsti fyrir dálitli síðan í fallegar augnskuggapallettur frá merkinu Anastasia Beverly Hills. Merkið hefur á stuttum tíma slegið í gegn um allan heim og er það þekkt fyrir að bjóða uppá frábært úrval augabrúnamótunarvara.

Ég hef prófað  augabrúnavörurnar og líkar mjög vel en augnskuggapalletturnar koma líka sterkar inn og fyrir stuttu skellti ég í förðun með annarri pallettunni – Catwalk sem þið fáið loksins að sjá hér…

anastasia11 anastasia

Ég pantaði mér Catwalk pallettuna (til vinstri) og Lavish pallettuna (til hægri) á heimasíðu merkisins HÉR og fékk þær í hendurnar á innan við tveimur vikum. Eitthvað af vörunum hennar fást líka í dásamlegu versluninni Beauty Bay  – það er þó ekki jafn gott vöruúrval.

Hér sjáið þið lúkkið sem ég gerði og neðar nánari útskýringar á því hvernig ég gerði það…

anastasia4

Ég ákvað að setja upp svona mini tutorial með því að númera aungskuggana og svæðin sem þeir eru á á augunum mínum.

anastasia2

  1. Ég byrja núna venjulega á því að grunna fyrir skyggingunni og mér finnst best að nota brúntóna mattan augnskugga til þess. Í þessari pallettu kom eiginlega bara þessi litur til greina og hann er mögulega aðeins of rauðtóna en ég ákvað að láta hann bara virka. Ég setti hann bara í globuslínuna og blandaði vel.
  2. Ljósi liturinn fer yfir aunglokið sjálft og virkar sem eins konar grunnur til að mýkja líka útlínur grunnskyggingarinnar.
  3. Smá glans í innri augnkrókinn er alveg nauðsynlegur til að gefa smá birtu. Liturinn var þó engan veginn í samræmi við það sem ég sá í pallettunni en hann er miklu meira orange þegar hann kemst í snertingu við húðina. Ég hélt að þetta væri svona léttur kremaður litur en svo var ekki – eins og þið sjáið hér neðar.
  4. Svo var komið að því að dekkja aðeins skygginguna og ég setti bara létta af þessum lit sem mér fannst koma virkilega vel út svona taupe litur með sanseringu og örlítið af fjólubláu.
  5. Svarti liturinn var svo notaður sem smá eyeliner í kringum augun en ég vildi bara nota pallettuna alveg.

anastasia5

Hér sjáið þið svo betri nærmyndir og takið eftir blönduninni og mýktinni á augnskuggunum en það var mjög auðvelt að dreifa úr þeim á fallegan hátt.

anastasia8 anastasia6

Fyrir utan það að litirnir sem maður sér í pallettunni eru kannski ekki alveg í takt við það sem þeir verða svo að á húðinni þá finnst mér þetta mjög góðir augnskuggar sem endast ágætlega – hlakka líka til að prófa þá með góðum primer undir til að sjá hvort hann hjálpi ekki líka til.

Ég myndi alveg vilja eignast fleiri augnskuggapallettur frá þessu merki og ég bæti þessum glöð í ört vaxandi safnið mitt. Anastasia Beverly Hills er skemmtilegt merki og það er gaman að fylgjast með eiganda merkisins á Instagram – eina sem ég myndi gagnrýna eru allar contouring myndirnar sem mér finnst vera trend sem er orðið einum of ýkt og algengt ;)

EH

Draumur að vera á Drangsnesi

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Unnur

    21. August 2014

    Vá, æðisleg palletta.
    Hvaða efni ertu að nota í hárið á þér til að fá svona fallega lyftingu? Það er eitthvað svo líflegt og frísklegt :)