fbpx

Camilla Pihl gersemar

FallegtLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Ég hef svo sem aldrei farið neitt fínt í það að lýsa yfir ást minni á skóbúðinni Bianco en þaðan koma flestir mínir skór. Stundum á maður sér bara uppáhalds verslanir og mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að skrifa um vörur hvort sem það eru föt, skór eða snyrtivörur sem mér líkar við – lífið er fullt af neikvæðni svo ég sleppi henni helst ef ég fæ einhverju ráðið.

En inní Bianco get ég sameinað tvennt – ást mína á skóm og hrifningu mína á glæsilega norska bloggaranum Camillu Pihl. Ef þið hafið ekki enn skoðað síðuna hennar þó ég sé búin að lofa hana núna í langan tíma þá eruð þið að missa af miklu – CAMILLA PIHL. Ég á fjögur pör sem Camilla hefur hannað fyrir skóbúðina og þeir eru allir ofnotaðir – allir nema reyndar þeir allra nýjustu þeir eru bara svo glænýjir.

camillabianco8

Hér sjáið þið öll pörin mín nema eitt þeirra sem eru svona ekta biker boots og ég ofnotaði þau í vetur. Allir skórnir eru úr hágæða efnum – leðri og rúskinni og það er eins og að ganga á skýji að vera í þessum. Nýjustu pörin tvö eru þessi sem eru vinstra megin og í miðjunni – sandalarnir eru glænýjir. Biker stígvélin og ökklastígvélin hægra megin eru úr fyrstu línunni sem Camilla hannaði fyrir merkið.

Mig langaði að sýna ykkur skónna aðeins betur – skór eru jú alltaf partur af dressfærslunum mínum en þessir eiga skilið sér færslu.

camillabianco7

Ég kolféll fyrir sandölunum eftir að hafa verið búin að slefa yfir þeim á síðunni hennar Camillu já og Instagraminu hennar og snappinu. Svo mátaði ég þá í síðustu viku og það var ekki aftur snúið. Ég veit ég er orðin kas en í alvörunni ég gat bara ekki sleppt þeim og þessir verða notaðir við tvö brúðkaup núna í júní. Sandalanir eru ótrúlega þægilegir og það kom mér einhvern vegin skemmtilega á óvart.

Mig langaði að deila með ykkur myndum af blogginu hennar Camillu þar sem sandalarnir eru í fókus en þessar myndir eru meðal þess ástæðan fyrir því að ég féll fyrir skónnum…

2015-05-16-13.14.06

Ég fylgist alls ekki með mikið af erlendum bloggum að staðaldri, ég dett svona inná þau af Facebook eða ef aðrir íslenskir bloggarar mæla með einhverjum bloggurum. En ég les alltaf bloggið hennar Camillu – ég hef alltaf lúmskt gaman af því að lesa norsku en ég er sjálf fædd í Noregi fyrir ykkur sem ekki vissuð það og það er gott að halda lesskilningnum við :)

144

Alveg ofboðslega elegant og fallegir. Myndirnar eru báðar teknar í tilefni ferðar Camillu til New York í leyniverkefni sem ég er að farast úr spenningi yfir að fá að vita meira um.

camillabianco5

Rússkinnskórnir eru svo búnir að vera í stöðugri notkun síðan ég fékk þá fyrst fyrir nokkru síðan – það sést líka á þeim en ég þarf aðeins að fara að lappa uppá þá. Þessir finnst mér einfaldlega passa við allt og við öll tilefni en maður verður að eiga eina svona í skóskápnum það finnst mér alveg lágmark alla vega. Ég held það séu enn til örfá pör inní Bianco í Kringlunni af þessum en alls ekki mörg.

0161

Hér er svo daman í sínum skóm – mér finnst líka gott merki um að skórnir séu alveg eftir hennar höfði að hún er alltaf í sinni skóhönnun – það eru alls ekki allir sem eru svona duglegir að sýna sína eigin hönnun og ég tek þessu alltaf sem merki um gæði og ánægju með vöruna.

camillabianco4

Svo eru það þessir – þeir eru stolt skóskápsins og bestu skókaup sem ég hef nokkru sinni gert. Þeir eru bara svo fallegir að ég gat ekki sleppt þeim. Mig minnir að þessir séu alveg búnir hér en hvort það var eitthvað til af þeim sem eru alveg sléttir… – tékkið á því þessir eru einhverjir þeir allra þægilegustu sem ég hef átt.

camillabianco2

Bianco eftir Camillu Pihl safnið mitt… ég hefði ekkert á móti því a bæta fleirum í safnið hvort sem það er úr sumarlínunni sem er nú til eða hvort samstarfið haldi áfram…. – það verður að koma í ljós með tíð og tíma en þangað til ætla ég að spóka mig sem mest um í þessum!

11393167_821092287976964_485525991601222666_n

Svo að lokum svona eitt sérstaklega krúttlegt móment þegar Tinni Snær ákvað að stelast í skó mömmu sinnar á meðan hún var að taka myndir – ég bilast hann er svo sætur. Hann mátaði öll pörin en þær ykkar sem fylgja ernahrundrfj á snappinu þá sáuð þið hann spóka sig um á háu sandölunum – ætli skóáhugi erfist :)

EH

Til hamingju Caitlyn!

Skrifa Innlegg