fbpx

Til hamingju Caitlyn!

Fallegt

Ég vona svo sannarlega að sem flest ykkar séu búin að sjá hina stórglæsilegu Caitlyn Jenner. Ég fylltist ótrúlega mikilli gleði fyrir hennar hönd þegar ég sá forsíðu Vanity Fair og heyrði hvað hún hafði að segja um ferlið. Ég get svo ómögulega sett mig í þessi spor en ég get svo sannarlega glaðst fyrir hennar hönd og óskað henni innilega til hamingju með frelsið.

“That was a good day, but the last couple of days were better. . . . This shoot was about my life and who I am as a person. It’s not about the fanfare, it’s not about people cheering in the stadium, it’s not about going down the street and everybody giving you ‘that a boy, Bruce,’ pat on the back, O.K. This is about your life.”
– Caitlyn Jenner – þegar hún var spurð um það þegar hún vann til verðlauna á Ólympíuleikunum 1976.

2941CBE200000578-3106132-image-a-1_1433180366332

Viðtalið sem er að mínu mati klárlega skyldulesning og ég þarf ábyggilega að hafa hraðar hendur við að næla í það þegar það kemur út því blaðið mun að öllum líkindum seljast upp hratt og það er líka bara eins gott. Það var Buzz Bissinger sem tók viðtalið en hann fylgdi Bruce í þrjá mánuði og hefur síðan fylgt Caitlyn eftir undanfarið og var meðal annars viðstaddur myndatökuna fyrir blaðið sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók. Ég er búin að lesa smá brot úr viðtalinu við Caitlyn sem Vanity Fair birtir HÉR og mér finnst dásamleg hvað það skýn í gegn hve róleg hún er yfir þessu og greinilega með húmorinn í lagi, þó svo ferlið allt sé án efa búið að vera smá rússíbani eins og hún gefur líka til kynna.

“A guy came in the other day and I was fully dressed—it’s just habit, I said, ‘Hi, Bruce here,’ and I went, Oh fuck, it ain’t Bruce, I was screwing up doing it.”
– Caitlyn Jenner

Ég ber ofboðslega mikla virðingu fyrir Caitlyn, mér finnst hún alveg stórglæsileg og ég vona svo sannarlega að hún verði hamingjusöm það sem eftir er.

Til hamingju með frelsið Caitlyn ég er að springa úr stolti af þér sem og öllum þeim sem stíga þetta stóra skref. Ég vona líka að Caitlyn og hennar saga geti vonandi veitt öðrum í hennar sporum styrk og hvatningu til að gera slíkt hið sama. Mér finnst að maður ætti að gera allt sem maður getur gert til að lifa hamingjusömu lífi, mér finnst það eiginlega bara vera mannréttindi okkar allra.

EH

Nú er það svart!

Skrifa Innlegg