fbpx

Burstarnir með bleika skaftinu

Ég Mæli MeðFörðunarburstarJólagjafahugmyndirMakeup ArtistMakeup TipsMyndböndReal TechniquesSýnikennsla

Ég hvet ykkur sem þurfa aðstoð við að velja sér réttu förðunarburstana til að gera sér ferð til mín í Hagkaup Smáralind. Ég verð þar milli 13 og 17 í dag til í að aðstoða alla þá sem þurfa hjálp :)

Mig langaði að setja í þessa færslu nokkur sýnikennslumyndbönd með mínum uppáhalds burstum. Mér til mikillar furðu komst ég að því um leið að ég hef aldrei birt þrjú myndbönd – það eru myndböndin þar sem ég kenni á burstana með bleiku sköftunum. Tvo þeirra nota ég nefninlega óspart og ég gæti nánast gert heila förðun með bara einum af þessum burstum. Sá bursti heitir Setting Brush og er minnsti RT burstinn fyrir utan augnskuggaburstana auðvitað:)

Hér sjáið þið burstana með bleiku sköftunum. Þetta eru samtals þrír burstar sem á að nota í að fullkomna áferð húðarinnar á lokaskrefum förðunarinnar. Þetta eru….

Setting Brush – uppáhalds burstinn, þetta er sá sem ég segi að sé algjörlega ómissandi fyrir alla makeup artista. Ég geri allt með þessum bursta, ber farða og hyljara á húðina, laga til augnskugga, ber á húðina kinnalit og highlighter og ég hef meirað segja notað hann til að bera á varalit. Ég hef lært að nota hann á svo marga vegu síðan ég gerði þetta video en þið fáið alla vega smá hugmynd um það hvernig þið getið notað hann með því að horfa á það.

Stippling Brush – ég var alls ekkert svo hrifin af þessum til að byrja með en ég hef eiginlega lært að dýrka hann. Hann gefur húðinni létta og náttúrulega þekju og ég nota hann mikið ef ég þarf að setja förðunarvörur ofan á aðrar förðunarvörur og þá helst þegar ég er að nota blautar vörur hvort sem þær eru fljótandi eða kremkenndar. Ég t.d. nota oftast annað hvort BB eða CC krem fyrst á húðina núna og set svo farða yfir til að fá meiri þekju og ákveðna áferð. Ég nota þennan til að bera farðann yfir stafrófskremið.

Blush Brush – þessi bursti var minn go to púðurbursti áður en ég lærði að meta Powder Brush meira. Þessi gefur kost á því að gefa skarpari skyggingar og til að setja þéttari liti á afmarkaðri svæði húðarinnar. Þessi býður uppá skarpari skyggingar en Powder Brush gefur mýkri áferð.

Innan skamms ætla ég svo að setja af stað smá leik á síðunni minni þar sem ég ætla að gefa nokkrum heppnum lesendum Real Techniques bursta! Hljómar það ekki vel ;)

Endilega kíkið á mig í Smáralind í dag – hlakka til að sjá ykkur.

Hátíðarneglur #3

Skrifa Innlegg