fbpx

Brúðargreiðslan

BrúðkaupHár

Mig langaði að deila með ykkur brúðargreiðslunni minni frá 2. janúar síðastliðnum. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að hafa hárið uppsett, ég veit ekki hvað það var ég bara sá þetta alveg fyrir mér í hyllingum. Einu kröfurnar mínar voru þær að ég vildi hara messy bun. Svo daman fór á Pinterest og fann einhverjar myndir til að sýna henni Fíu minni sem reddar alltaf mínu hári.

brudarkrullur

Ég fór í prufugreiðslu í byrjun desember, tæpum mánuði fyrir brúðkaupið sem var held ég bara mjög passlegt hjá okkur. Ég hvet ykkur til að vera ekki of stressaðar í prufunum, sjálfri finnst mér ekki gott að taka prufuförðun nema í mesta lagi 3 vikum fyrir stóra daginn, en ég er voðalega róleg yfir öllu svona svo sem sem mínar brúðir geta frætt ykkur um. En þó verður maður að passa að manni líði sjálfum vel við fyrirkomulagið.

Fía var búin að klippa mig aðeins áður en prufugreiðslan fór fram, við ákváðum að hún myndi bara klippa það í hæfilega sídd sem myndi henta vel uppsettri hárgreiðslu. Hún notaði í mig nýja Rod 10 járnið frá hh Simonsen og það var alveg ást við fyrstu sýn hjá mér.

Hér sjáið þið hárið krullað með Rod 10 járninu og svo greiðsluna sjálfa…

trendkrullur

Það sem mér finnst svo ofboðslega skemmtilegt við þetta krullujárn er áferðin sem hárið fær, þær eru svo óreglulegar og skemmtilegar að hárið verður svo svakalega frizzy og mér finnst eiginlega eins og hárið mitt sé bara eins og þegar ég var nýkomin úr permanenti. Ég var smá hrædd við járnið fyrst, bara af því ég hugsaði úff ég á aldrei eftir að komast uppá lagið með þetta – svo prófaði ég mig bara áfram með það þegar ég eignaðist sjálf og komst að því að þetta er leikur einn.

Þegar Fía var búin að krulla mig setti hún svo að sjálfsögðu góða lyftingu í hárið. Ég var hrikalega ánægð með mig, ég vildi engan svona svakalegan strúktúr þetta átti bara að vera svona messy, með smá lausum lokkum og alveg þannig að það mátti svona aðeins losna þegar leið á kvöldið sem svo sannarlega gerðist þegar komið var að dansinum – vá hvað þetta var gaman!!!

trendkrullur2

Krullujárnið eignaðist ég svo sjálf fyrir jól, ég fékk það að gjöf frá Bpro heildsölunni sem flytur þau inn. Ég notaði járnið fyrir öll boð yfir hátíðirnar og svo var það að sjálfsögðu tekið fram á brúðkaupsdaginn. Ég var nú svona svakalega heppin að eiga járnið til því eitthvað fór á mis hjá henni Fíu minni og hún gat ekki verið með járnið sitt. Þá dreif ég mitt fram og hún gerði þessa glæsilegu greiðslu hér að ofan í mig.

Járnið kom í alveg svakalega flottum pakkningum sem voru skreyttar af glæsilegum myndum eftir fyrrum Trendnet dömuna hana Theodóru Mjöll – virkilega flott og ef þið viljið læra meira á þetta járn kíkið endilega á sýnikennslumyndbandið hennar HÉR.

Ef ykkur vantar hársnilling hvort sem það er í lit & klipp eða í brúðargreiðslu þá fær hún Fía mín mín allra bestu meðmæli, þið finnið hana á stofunni 101 Hárhönnun á Skólavörðustígnum – svo ég gefi henni enn frekari meðmæli þá er ég ekki eini Trendnet-ingurinn sem hún sér um hárið hjá :)

Ég held svo áfram að lauma nokkrum góðum færslum tengdum brúðkaupinu, mikið vona ég að þið hafið gaman af!

Erna Hrund

p.s. fyrir áhugasama þá fæst Rod 10 járnið t.d. á stofunni hennar Fíu – 101 Hárhönnun.

7948 hjörtu á Instagram!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Sandra

    26. January 2016

    Vá ótrúlega falleg greiðsla!
    En veistu hvort vörurnar sem þú talaðir um í snappinu, Nioxin, fást þar?