fbpx

Brotið og bramlað!

Lífið Mitt

Já það hefur vægast sagt verið fjör í nýju heimkynnum okkar og mig langaði aðeins að koma með update af framkvæmdunum. Á þessum tveimur vikum sem eiginin hefur verið í okkar höndum hefur margt gerst en þó helst það að nú er búið að brjóta og breyta miklu!

Eftir að hafa fengið go frá pípara um að hægt væri að færa eldhúsið þangað sem okkur langaði tókum við niður veggina sem mynduðu minna svefnherbergið. Íbúðin er svona típísk íbúð sem er byggð um miðja síðustu öld. Hún er öll herbergjaskipt og í þessari rúmlega 70fm íbúð eru tveir þröngir gangar sem þar af leiðandi nýtast ekki undir neitt. Við gangana stóð minna svefnherbergið en nú er þar lítið annað en smá holur í gólfinu þar sem áður stóðu veggir. Þangað stendur nú til að reisa nýtt og fínt eldhús í opnu og björtu rými. Í herberginu þar sem áður stóð eldhús verður nú fyrsta herbergið hans Tinna Snæs. Ég er ótrúlega spennt fyrir öllu sem er framundan og á næstu dögum þurfum við að brjóta aðeins meira þar sem við þurfum að losa gömlu innréttinguna út. Mér þykir reyndar mjög leiðinlegt að þurfa að taka hana út þar sem hún er upprunaleg og í mjög góðu ástandi – en hún er þannig sett upp að það er ekki hægt að færa hana.

Fyrir helgi skelltum við okkur svo í IKEA til að fá hjálp við að búa til eldhúsið okkar – við fengum svo frábæra þjónustu og erum alsæl með það sem stúlkan sem afgreiddi okkur lagði til. Mæli eindregið með því að þið nýtið ykkur aðstoðina sem er í boði þar ef þið þurfið á því að halda. Við ákváðum þó að þar sem það kostar sitt að setja upp alveg glænýtt eldhús að kaupa smám saman inní það. Fyrst grunninn og bæta bara smám saman ofaná. Það er kannski ekkert alltof gaman að vera með eilífðar Visa kort lán í IKEA þó það væri þó vel nýtt þar :D

Screen Shot 2014-07-27 at 9.21.25 PM

Hér sjáið þið verðandi eldhúsið mitt – vaskurinn verður undir glugganum í miðjunni verður vinnuborð og helluborð og ofn þar sem ofninn er á myndinni – hann er nú farinn og allt á réttri leið.

Annars ef þið rýnið í myndina takið þið jafnvel eftir gólffjölunum sem ég stend ofan á. Þegar við tókum upp plastparketið birtist þetta fallega viðargólf sem er á 80% af íbúðinni. Við erum alsæl og um leið rættist ósk okkar um að vera með upprunalegar gólffjalir – þessar verða pússaðar og lakkaðar og svo ætlum við að bæta fjölum á það sem vantar uppá. Svo ég fæ ekki flotuð gólf strax en vitiði ég er eiginlega bara sjúklega spennt fyrir viðargólfinu mínu – eiginlega bara vandræðalega mikið!

20140728-164723-60443947.jpg

Þá er það bara eitt sem mig langar að vita frá ykkur ef þið hafið gert svona viðargólf hvar fenguð þið viðinn í það – við erum búin að kíkja á helstu staði og fundum alveg það sem þurfti en verðin eru svo misjöfn og við viljum það besta svo ef þið hafið reynslu af svona megið þið endilega deila henni með okkur.

Annars koma vonandi fleiri update af íbúðarframkvæmdum í bráð – það er alla vega eins gott að þetta haldi svona áfram því annars eigum við hvergi heima í 1. sept. Ég hef svo sem engar áhyggjur þetta gengur eins svo vel þökk sé yndislegum vinum, besta pabbanum og duglegasta unnustanum!

EH

Húrra fyrir druslugöngunni!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lilja skipó

    28. July 2014

    en spennandi!! hlakka til að sjá meira :)

  2. Elísabet Gunnars

    29. July 2014

    ÚFF – gangi ykkur vel :) Við vorum líka í sama pakka í IKEA – enda ekkert eldhús í leiguíbúðum hérlendis. (*held fyrir augun*)