fbpx

Bottega Veneta – 40’s fílingur með stóru hári

FashionTrend

Sýning tískuhússins Bottega Veneta fór fram í morgun á tískuvikunni í Mílanó. Það fyrsta sem ég tók eftir var útlitið á fyrirsætunum en það minnti mikið á fyrirsæturnar sem gengu fyrir Marc Jacobs á tískuvikunni í New York.

Yfirbragðið á sýningunni og flíkunum er fágað og mér finnst þetta virkilega flott lína og fullkomin fyrir haust og vetur. Mér finnst margir búnir að vera að sýna stuttar efnislitlar flíkur sem mér finnst bara ekki alveg passa inní veturinn en það er kannski sérstaklega vegna þess að hér á litlu eyjunni erum við vön því að þessar árshátíðir eru kaldar. Svarti liturinn var áberandi en inná milli komu flíkur í sterkum litum, eins og rauða kápan hér fyrir neðan sem mér finnst dýrðleg og ljósir kjólar með ásaumuðum litríkum efnum – þegar það koma betri myndir frá sýningunni þá verð ég að skoða þá aðeins betur mér sýndist fyrst eins og þetta væri blúnda eða jafnvel bara útsaumur í efninu.

En ég þarf greinilega að fara að fjárfesta í fleiri rúllukragabolum því þeir verða áfram vinsælir næsta haust!

Virkilega flott sýning að öllu leyti – nú þarf ég bara að komast í læri hjá Theodóru til að læra að gera svona mikið og stórt hár!

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg