fbpx

Boðskortin 02.01.16

BrúðkaupFallegtLífið Mitt

Dagurinn nálgast óðum, þegar okkur datt þessi dagsetning í hug sem á sér sko enga beint sérstaka ástæðu nema það að hér er fyrsti laugardagurinn á nýju ári, þá vorum við kannski ekki beint að hugsa um að þarna væri jól, áramót og 3 ára afmæli allt viku fyrir stóra daginn. Ég viðurkenni alveg að jú þetta er kannski smá mikið en vá hvað þetta verður æðislegt! Nú eru bara fjórar vikur í stóra daginn og ég verð spenntari og spenntari með hverjum deginum sem líður.

Mig langaði aðeins að deila með ykkur boðskortunum okkar en brúðkaupið okkar smá svona 104 brúðkaup. Hér er mjög mikið sem gerist í 104, veislan fer fram í þessu póstnúmeri, við búum þar og meirað segja DJ-inn býr hér líka. Svo voru boðskortin hönnuð og prentuð hjá dásamlegu, yndislegu og stórskemmtilegu hjónunum Tobbu og Sæþóri sem reka batteríið (eins og þau kalla það sjálf) Farva sem er staðsett hér í Álfheimum.

Við Aðalsteinn kíktum við hjá þeim fyrr í haust og spurðumst svona aðeins fyrir um boðskort og komumst þá að því að þau bara geta sko gert þetta allt, Tobba hannar og setur upp og Sæþór hann prentar, hann er silkiprentari sem er eitthvað það flottasta sem ég hef séð gert en okkar boðskort eru silkiprentuð. Ég ætla að sýna ykkur þetta allt saman betur eftir brúðkaupið en mig langar smá að monta mig því saman gerði þetta yndislega fólk fullkomin boðskort fyrir okkur og alveg eins og við sáum þau fyrir okkur og einhvern vegin bara miklu miklu flottari!

boðskort4

Screen Shot 2015-12-03 at 11.46.33 PM

(fékk þessa mynd að láni frá Linneu vinkonu:))

Finnst ykkur þau ekki falleg! Þau eru úr dásamlega skemmtilegum lifandi, endurunnum pappa sem er skemmtilegt líf í svo það er ólík áferð í öllum boðskortunum. Við vorum mjög hrifin af því að hafa letrið hvítt en eina leiðin til að prenta fallegt hvítt letur er að nýta þessa silkiprentun. Ég fékk að fylgjast með því þegar Sæþór prentaði kortin og það er s.s. prentað að framan og að aftan svo ferlið tók tvo daga því þau þurftu auðvitað að þorna á milli.

boðskort2

Svona fékk ég þau afhent, það er séð fyri öllu fagurfræðin er í hámarki og það var svo gaman að sækja kortin, koma með þau heim og opna þennan fallega pakka. Ég er svo alsæl með þessa dásamlegu þjónustu að ég lít bara á þetta yndislega fólk sem nýju vini okkar Aðalsteins og ég er alveg miður mín yfir því að hafa ekkert kíkt í kaffi uppá síðkastið, ég er smá farin að sakna þeirra og er á leiðinni í kaffi á næstunni ef þú lest þetta Tobba mín***

boðskort

Svo var hún Tobba svo yndisleg að prenta og hanna svona smá logo fyrir brúðkaupið sem hún setti í hornið á umslögunum. Því ég fór að fá svona smá áhyggjur að mögulega myndi kannski boðskortið týnast þegar fólk færi að fá jólakort líka svo hún stakk uppá þessu og hviss bamm búmm kippti öllu í lag!

boðskort3

Ég dýrka boðskortin okkar, við erum búin að ramma eitt inn og verðum nú að fara að finna góðan stað til að hengja rammann upp á. Þetta er svona tímalaust kort sem fær að fylgja okkur allt hjónabandið.

Ef einhver hér er að fara að gifta sig á næstunni og vantar falleg boðskort þá er Farvi alveg málið. Þið fáið ábyggilega ekki fallegri boðskort, betri þjónustu og svona fagmannleg vinnubrögð. Ég gef þeim Tobbu og Sæþóri mín allra bestu meðmæli og ég er sko ein hamingjusöm brúður!

Svo er verslunin þeirra líka full af fallegum gjafavörum og sérstökum silkiprentuðum jólapappír sem ég er einmitt alltaf á leiðinni að fara og kaupa til að pakka inn jólagjöfum í. Ég get sko lofað ykkur því að þetta verður ekki í síðasta sinn sem þið munið verða vör við handbragð Farva hér á síðunni minni***

Takk fyrir okkur Tobba, Sæþór og Farvi – þið eruð best!

Erna Hrund

Hátíðin er komin í MAC

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Aníta

    4. December 2015

    vá! ekkert smá falleg!! :D

  2. Tobba

    4. December 2015

    Takk sömuleiðis Erna mín (og Aðalsteinn) – þetta var svo skemmtilegt! Kíktu svo sem allra fyrst í kaffi, alltaf heitt á könnunni!

  3. María Rut Dýrfjörð

    4. December 2015

    Ég er algjör aðdáandi Farva og finnst þetta sannarlega flott hjá þeim – til lukku með boðskortin fínu :)