fbpx

Bob Noon & heimsókn í Snúruna

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittNetverslanir

Á nýja heimilinu eru tveir myndaveggir í undirbúningi, einn inní stofu og annar inni hjá Tinna. Nýlega bættust tvær teikningar í ramma sem bíða eftir að fara uppá vegg – eða önnur þeirra er komin upp ekki hin. Teikningarnar eru eftir listakonuna Önnu Jacobinu Jacobsen sem er hluti af Bob Noon listateyminu en teikningarnar fást í íslensku vefversluninni Snúran.is – en fleiri munir frá yndislegu Rakel eru að bíða eftir að komast á sína staði á heimilinu :)

Screen Shot 2014-10-18 at 3.00.14 PM

Ég er alveg ástfangin af þessum teikningum sem eru í raun póstkort en teikningar listamannanna fimm í Bob Noon eru bara framleiddar í nokkrum eintökum s.s. eftirprentanirnar og svo eru þær settar á póskort. Teikningin af fallegu blómakonunni heillaði mig samstundis og fer uppá vegg inní stofu en krúttlegi asninn fer uppá vegg hjá Tinna. Rammarnir eru svo að sjálfsögðu úr besta IKEA ;)

Anna Jakobína var einmitt að klára að myndskreyta bók sem inniheldur sögu eftir mann mágkonu minnar. Bókin heitir Lúkas og María og er bara gefin út í Danmörku. Ég krosslegg þó fingur og vona að hún verði í einum pakkanum undir jólatrénu því sagan er yndisleg og teikningarnar alveg dásamlega fallegar.

Ég heimsótti Rakel, eiganda Snúrunnar heim til að kaupa ljós fyrir nýja heimilið og fékk að smella myndum af rýminu sem hún er nýbúin að innrétta fyrir verslunina. Hér sjáið þið fallega muni sem fást í versluninni og hún stefnir á að mögulega hafa verslunina opna og bjóða fólki heim í þetta fallega rými innan skamms.

snúran snúran3

Önnur falleg mynd eftir Önnu Jakobínu.

snúran8

Æðislega teppið frá Pia Wallen.

snúran2

Mér fnnst myndahengið ótrúlega skemmtilegt – á því væri nú gaman að stilla upp skemmtilegum jólakortum :)

snúran9

Þetta teppi ásækit mig – ég er búin að panta eitt fyrir rúmið okkar!!

snúran5

Lampinn og blómapottarnir myndu taka sig vel út heima hjá mér – skemmtilegt hvað plönturnar verða fallega grænar með þessum koparlit.

snúran6 snúran7 snúran4

Kisa í glerbúri – skemmtileg hugmynd fyrir fólk eins og mig sem týmir ekki að kveikja á kisu ;)

snúran11

Þarna sjáið þið svo ljósið sem ég keypti – og á myndinni fyrir neðan sjáið þið það betur nema ég keypti það í svörtu. Ég hyggst hengja það upp fyrir ofan rúmið okkar – það er svona smá veggpláss við hliðiná stórum glugga sem er beint fyrir ofan rúmið og ég held það gæti komið mjög vel út – ég leyfi ykkur að sjá útkomuna.

 

 

snúran10

Ljósið er bæði hægt að fá með kló og líka svona til að setja beint í rafmagn – ég kann ekki að lýsa þessu betur – ég væri alveg til í að eiga annað inní stofu til að leggja ofan á skenkinn sem er undir sjónvarpinu okkar – þá helst í koparlitnum :)

Verkefni nýja heima gengur alltaf betur og betur – nú erum við bara að bíða eftir útborgun svo við getum klárað að kaupa skúffurnar í eyjuna inní eldhús og þá getum við kannski loksins klárað að taka uppúr kössum :)

EH

Pixiwoo hittingur!

Skrifa Innlegg