fbpx

Bloggáskorun #1 – Fyrstu snyrtivörurnar

Lífið MittmakeupMaybellineShiseidoSnyrtibuddan mín

Þá er hér komið að fyrstu færslunni í tengslum við bloggáskorunina mína. Áskorun fyrsta dagsins er að segja frá fyrstu snyrtivörunum.

Ég held ég geti sagt að ég sé mjög heppin að því leytinu til að mamma mín var og er með allt á hreinu þegar kemur að snyrtivörum og húðumhirðu. Hún gat frætt mig frá fyrsta degi um það hvernig ég átti að hreinsa húðina mína og hjálpaði mér að velja þær snyrtivörur sem að hennar mati myndu henta mér vel. Afi átti nefninlega snyrtivöruheildsölu þegar hún var að alast upp svo hún var vel inní þessum málum. En það eru kannski ekki allar stelpur eins heppnar og ég með það – ég tek helst eftir því þegar ég þarf að fræða stelpur sem eru eldri en ég um hvað t.d. andlitsvatn er og afhverju það er mikilvægt að nota það á hverjum degi. Þess vegna hef ég reynt að leggja áherslu á að skrifa reglulega færslur um húðumhirðu:)

Þegar ég var 13 ára þá fékk ég í fyrsta sinn að fara með mömmu og versla snyrtivörur fyrir mig – það var fyrir ferminguna mína og ég man að mamma leyfði mér að fá brúnan augnblýant. Ég get ómögulega munað hvaða merki hann var frá. Þessi brúni blýantur var fyrsta snyrtivaran sem ég eignaðist – þvílík gleði tilfinning sem þeim kaupum fylgdi. Seinna eignaðist ég þetta litaða dagkrem frá Shiseido sem þið sjáið hér fyrir neðan og Great Lash maskarann frá Maybelline. En ég fékk ekki að mála mig dags daglega – það gerði ég ekki fyr en einhverju seinna. Reyndar man ég eftir því að síðustu vikurnar sem ég var í 8. bekk stalst ég stundum í maskarann hennar mömmu á morgnanna og setti hann á neðri augnhárin mín. Afherju bara neðri augnhárin það man ég ekki – og ég skil ekki hver tilgangurinn var því ég er með mjög dökk augnhár.

Litaða dagkremið og maskarann fékk ég held ég í kringum 9. bekk og þessar örfáu snyrtivörur voru mér alveg nóg þangað til ég byrjaði í versló – þar kviknaði líka áhuginn minn á snyrtivörum og förðun fyrir alvöru. En þið fáið að vita meira um það seinna.

Persónulega finnst mér margar ungar stelpur nú til dags mála sig alltof mikið, ég skil að þetta sé spennandi að fá að prófa og kannski smá fullorðins. En að byrja að mála sig og að nota snyrtivörur dags daglega er algjör óþarfi fyrir margar hverjar, það er um að gera að fikra sig áfram velja réttu vörurnar. Ég hef stundum þurft að stoppa mig af við að stoppa stelpur sem ég mæti einhvers staðar og þrífa þeim í framan og fara yfir með þeim hvað þær ættu að nota.

Fyrir ungar stelpur þá þær sem eru í grunnskóla finnst mér að áður en þær fara að mála sig þá þurfa þær að vera með það á hreinu hvernig þær eiga að þrífa húðina. Það sem ég mæli með er að eiga gott krem, litað dagkrem eða létt bb krem er góð undirstaða á húðina, kremkinnalitur sem gefur náttúrulega glóð og brúnn maskari. En ég vil líka taka það fram að þetta er eitthvað sem mömmurnar eiga að fá að segja til um líka:) Ef það er tækifæri og áhugi fyrir því þá er þetta einmitt eitthvað sem mæðgur ættu að gera saman  – fara í snyrtivöruleiðangur;)

Sjálf held ég að ég verði ekki skemmtileg mamma þegar kemur að þessu þegar ég eignast dóttur – hef stundum grínast með það að ef ég fái eina svoleiðis þá muni hún ekki fá að mála sig fyr en hún útskrifast sem stúdent!

EH

Íris Björk í Nordic Style Mag

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ragnheiður S.

    18. June 2013

    Skemmtileg færsla hjá þér :)
    Ég á svona mömmu eins og þú, sem bannaði mér að mála mig fyrr en eftir fermingu. Get ekki sagt að ég sé óánægð með það núna :P