fbpx

Bjútítips: Makeup blettabani!

Lífið MittMakeup ArtistMakeup Tips

Vöruna sem ég skrifa um hér kaupi ég sjálf og er ómissandi inná heimili förðunarfræðingsins…

Mig langar svo að lauma að ykkur smá leyndó sem var hvíslað að mér fyrir ábyggilega tveimur árum síðan og hefur verið algjör bjargvættur fyrir fötin mín alla tíð síðan þá. Ég er voðalega klaufsk og þegar ég mála þá fer stundum allt útum allt. Áður fyr eyðilagði ég föt því ég smitaði farða eða varalit í þau og ekki séns að ná neinu úr þrátt fyrir hreinsun. En eftir að ég kynntist þessum blettabana er þetta allt annað og nú get klaufska ég bara verið eins og ég vil þegar ég mála og ég þarf ekki að vera í neinum hlífðarfatnaði – það lá sko við ég færi að pakka mér inn í svartan ruslapoka!

Svo ef þið kannist við sama vandamál þá er hér lausnin – blettabaninn sem er sérstaklega hannaður til að hreinsa snyrtivörur…

blettabani

 Blettabanann kaupi ég sjálf í Hagkaup – þar eru líka til fleiri tegundir.

Ég set bara smá beint á blettinn, set flíkina á venjulegan þvott í þvottavél – eða þá það prógramm sem á við og bletturinn hverfur. Mér finnst þetta mjög mildur og fínn hreinsir sem hefur svo sannarlega aldrei valdið mér vonbrigðum og eins og ég segi náð úr blettum sem fatahreinsanir hafa ekki einu sinni náð úr.

Mæli með þessum hann er sannur blettabani!

Erna Hrund

Tumadress

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jónína Sigrún

    10. December 2015

    Lifesaver! Það hlaut að vera að eitthvað gæti bjargað þessu! En virkar þetta á hvíta flíkur? Ég virðist alltaf vera að mála mig í hvítum fötum þegar þetta gerist…