fbpx

Bjútí – Katie Holmes

Bobbi BrownFræga Fólkiðmakeup

Það hefur ábyggilega ekki farið framhjá mörgum ykkar að Katie Holmes er orðin eitt af andlitum snyrtivörumerkisins Bobbi Brown – þar með varð hún fyrsta fræga konan til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir merkið.

Bobbi segir að Katie hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hún er svo venjuleg, hún hefur ekki látið frægðina breyta sér. Þessar tvær konur eiga margt sameiginlegt þær eru báðar mæður, sjálfstæðar konur og frumkvöðlar – Bobbi með sitt snyrtivörumerki og Katie hefur verið að vekja athygli fyrir fatalínuna sína sem nefnist Holmes & Yang.

Ég er algjörlega heilluð af Katie Holmes þessa dagana hún hefur svo sannarlega verið að njóta sín í botn eftir skilnaðinn og hún lítur ekkert smá vel út. Mér finnst hún smellpassa sem andlit merkisins – sem að mínu mati er svo stílhreint og leggur svo mikið uppúr því að vörurnar ýti undir náttúrulega fegurð notandans. Ég nota þó nokkrar vörur frá þeim en ein af þeim stendur uppúr og það er hyljarinn sem ég skrifaði einmitt um HÉR og eitt af highlighter púðrunum sem er líka í uppáhaldi hjá Katie. Veit ekki með ykkur en mér finnst smá gaman þegar fræga fólkið heldur uppá það sem ég held uppá, ég verð smá montin með mig;)

Leikkonan fagra deildi nokkrum fegrunarráðum sem Bobbi sjálf kenndi henni með lesendum breska Glamour nýlega. Meðal þess sem hún telur upp er að þegar hún er þreytt þá setur hún á sig kinnalit og hún dreifir alltaf litnum upp með kinnunum í áttina að eyrunum annars verður hann alltof mikill – hún mælir með Pot Rouge ég notaði hann t.d. HÉR. Svo talar hún líka um nýju augnskuggablýantana frá merkinu sem hún segir að sé algjör snilld til að gera smoky á 5 mínútum. En fyrsta auglýsingin sem hún sat fyrir Bobbi Brown í var einmitt fyrir blýantana.

Í viðtalinu talar hún líka um það að mamma sín hafi kennt sér að setja aldrei sápu í andlitið – hún segir það vera eitt af sínum fegurðarleyndarmálum. Fyrir ykkur sem langar að prófa það þá er hún auðvitað ekki að tala um að hún þrífi húðina með vatni heldur notar hún hreinsivörur sem eru ekki með sápu – það er töluvert um þannig hreinsivörur þið ættuð að geta spurt um þær í næstu snyrtivöruverslun ef ykkur langar að prófa.

Snyrtivörumerki velja oft fræga einstaklinga í herferðir hjá sér til að vekja meiri athygli á merkinu. En þá sktiptir auðvitað máli að velja réttu manneskjuna sem getur gefið okkur rétta sýn á merkið og vörurnar. Katie smellpassar fyrir Bobbi Brown – finnst ykkur ekki?

EH

Ombre Varir - Sýnikennsla?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Guðný

    20. February 2013

    Hún er bara svo með’etta hún Katie ! Falleg, náttúruleg, sterk og sjálfstæð :)

  2. Agnes

    20. February 2013

    Hún er líka alltaf svo ljómandi, með fallega húð og fallegt hár! :)