fbpx

Uppáhalds í Janúar*

Þetta er ein af þessum færslum sem ég hef stefnt á að gera lengi – segja ykkur frá mínum uppáhalds snyrtivörum. En þar sem ég er stöðugt að skipta um skoðun þá hef ég ákveðið að fara yfir uppáhalds snyrtivörurnar mínar mánaðarlega. Ég vona að ykkur lítist ágætlega á það:)

Janúar var ótrúlega kaldur mánuður og ég fann mikið fyrir því sérstaklega í húðinni – þó svo ég væri mest innan dyra. Húðin mín er mjög þur og þegar það verða snöggar skiptingar í hita úti þá fær húðin mín að finna fyrir því og verður skraufþur. Ég fæ alls konar þurrkubletti – lengi vel voru þeir alltaf í kringum augun en ég er farin að ná að koma í veg fyrir að þeir komi með því að næra húðina á því svæði vel. Svo ég sanka alltaf að mér alls konar rakamiklum vörum á háveturna. Eftir fæðinguna fannst mér húðin mín verða frekar flöt, ég missti mikið blóð svo ég leit svolítið út eins og ég væri gegnsæ í nokkra daga svo þá fannst mér nauðsynlegt að nota vörur sem gefa húðinni náttúrulega glóð því það var enginn ljómi til í minni húð.

Rakakrem: Hydralife línan frá Dior samanstendur af vörum sem eiga það sameiginlegt að gefa húðinni raka. Þetta rakakrem er ótrúlega gott, mér líður vel í húðinni þegar ég ber það á mig, þið kannist vonandi við tilfinninguna. Húðin verður mjúk og mér finnst rakinn endast ótrúlega vel í húðinni, hún þornar ekki yfir daginn þó svo ég fari út í kuldann. Ég skipti mjög reglulega um rakakrem – og nota líka oft nokkur í einu það fer þá eftir því í hvaða ástandi húðin mín er þann daginn hvaða krem ég vel. Þetta krem nota ég nánast daglega núna:)

Farði:Þegar maður er aðeins búin að vera að missa sig í BB kremunum fannst mér gaman að aðeins prófa að nota farða. Ég valdi þennan farða því hann er léttur og ég er orðin svo óvön því að vera með og þykkt á húðinni núna. Er að taka þetta eitt skref í einu:). Þessi farði eins og flestar förðunarvörurnar í þessari færslu gefur húðinni ljóma. Áferðin er mjög náttúruleg, þétt og mjúk. Húðin mín verður vel rakanærð og farðinn útrýmir öllum skuggum í húðinni. Með þessari ljósatækni er hann snilld fyrir okkur sem erum svo þreyttar að það sést á húðinni okkar. Því það er ljósið og ljóminn sem dregur úr þreytueinkennunum.

Hyljari:Hyljari er snyrtivara sem ég held að sé í mestu uppáhaldi hjá mér. Hann breytir svo ótrúlega miklu með svo litlu, hann hylur það sem við viljum fela og ef hann er notaður á réttan hátt þá er hægt að móta andlitið fallega með honum. Svo eru það margir eins og þessi frá Bobbi Brown sem gefur andlitinu ljóma. Hyljarinn er úr einni af nýjustu línunum frá snyrtivörudrottningunni sem heitir Brighten, Sparkle & Glow og hún samanstendur af vörum sem gefa andlitinu ljóma. Hyljarinn er léttur en gefur þétta áferð svo svörtu baugarnir sem hafa myndast vegna næturgjafa hverfa á augabragði. Mér finnst alltaf best að doppa hyljaranum á svæðin sem ég vil hylja þangað til áferðin er jöfn. Ein af ástæðunum fyrir því að ég nota þennan hyljara á hverjum degi er sú að það er svo góð lykt af honum – endilega tékkið á henni ef þið farið að kíkja á hann:)

Maskari:

Þegar ég veit að það er kominn nýr maskari frá Maybelline í heiminum þá tekur það mig ekki langa stund að panta hann í gegnum eBay. The Rocket Volum’Express maskarinn kemur nýr inní þykkingamaskarafjölskylduna hjá Maybelline. Hann er með gúmmígreiðu, samkvæmt því sem ég hef lesið mér til gefur hann augnhárunum 8x meira umfang og burstinn dreifir formúlunni jafnt yfir augnhárin og þekur þau alveg frá rót til enda. Ég hef notað þennan í þau fáu skipti sem ég fór úr í janúar og mér líst vel á hann – ég hlakka bara til að sjá hvað hann endist lengi þ.e. maskarinn sjálfur – hann endist mjög vel á augnhárunum yfir daginn. Þið fáið að prófa þennan innan skamms því það er búið að hvísla því að mér að hann sé væntanlegur til landsins á allra næstu vikum:)

Hárvara:

Eftir fæðinguna lenti ég í miklum hremmingum með hárið mitt. Frá því ég fór uppá fæðingadeild sem var sirka 6 tímum eftir að ég missti vatnið og 30 tímum seinna þegar við fórum niður á sængurkvennadeild lá ég í fæðingarrúmmi og þær sem hafa prófað það vita að það er vel hart það er nánast eins og að liggja á mdf plötu. Á þessum 30 tímum var ég lítið að hugsa um útlitið og hvað þá hvernig hárið mitt leit út – það er nóg af hári á hausnum mínum og þegar ég fór fyrst að pæla í því daginn eftir fæðinguna komst ég að því að ég leit út eins og Amy Winehouse heitin – það var býflugnabú á hausnum á mér. Núna mánuði seinna get ég loksins sagt að hárið sé að ná sér en það hefði ekki gerst nema með hjálp þessara vara. SP olíuna set ég í hárið eftir hvern einasta þvott og greiði svo í gegnum hárið. Olían sem er frá Wella ilmar ótrúlega vel, hárið mitt verður mjúkt og fær fallegan glans. Ég annað hvort leyfi olíunni að þorna í hárinu eða blæs það. Hármaskinn er frá merki sem er glænýtt hérna – eva-nyc – það voru að sjálfsögðu bleiku umbúðirnar sem heilluðu en líka magnið af maskanum. Umbúðirnar innihalda 500ml af maska og á fáranlega góðu verði. Fullkomið fyrir mig og býflugnabúið. Ég nota hann alltaf þegar ég þvæ á mér hárið, 1x í viku nota ég hann sem hármaska en í hin skiptin nota ég hann eins og hárnæringu.

Takk fyrir lesturinn;)

EH

Hulin Andlit

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Íris

    5. February 2013

    Takk fyrir að deila með okkur þessum vörum :)
    Langaði að spurja þig hvar þessi hármaski fæst?

  2. Kamilla Dóra

    5. February 2013

    Hvar er hægt að nálgast -eva-nyc- maskann ? :)

  3. Agnes

    5. February 2013

    Gaman að svona færslu, takk fyrir :)

  4. Inga

    5. February 2013

    ohh ég er einmitt með svoooo þreytta húð! er með einn 5 mánaða og án gríns ég held að húðin hafi tekið stakkaskiptum eftir að ég átti. Er í þvílíkum vandræðum að finna rétta rakakremið, myndirðu mæla með þessu fyrir flestar húðgerðir? (ég er almennt ekki með þurra húð)

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. February 2013

      Já algjörlega! En ég einmitt var búin að heyra nokkrar hræðslusögur um að húðin myndi fara í rugl útaf brjóstagjöfinni svo ég ákvað að það myndi ekki koma fyrir mig og fékk mér góðar hreinsivörur – nota frá L’Oreal og gott rakakrem og ég hef ekki þurft að pæla í neinu varðandi húðina:):)