fbpx

Bestu vinir

DiorÉg Mæli MeðHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Í síðustu viku eignaðist ég nýjan besta vin. Vinur minn er nýr kinnalitur frá Dior sem er að mínu mati fullkominn fyrir mitt litarhaft!

Ég er mikil kinnalitamannsekja og var því sátt með að eitt af förðunartrendum síðasta veturs var að vera með mikinn kinnalit. Miðað við það sem ég hef séð og lesið mér til um verður í tísku að vera helst ekki með kinnalit þennan veturinn en ég held ég geri bara uppreisn. En það er að sjálfsögðu mikilvægt að maður skapi sitt eigið förðunartrend en fylgi ekki alltaf því sem manni er sagt að gera;)

Til að sýna ykkur kinnalitinn vel ákvað ég að gerta eitthvað sem ég geri sjaldan á förðunarmyndunum mínum og það er að vera með hárið uppi. Þetta er nú mun skárra en ég átti nú von á – svo er ég ekta förðunarnörd með augnskuggabursta í gegnum hársnúðinn sem heldur honum uppi.
SONY DSCÞað er nýbúið að taka alla kinnalitina í gegn hjá Dior – mótið á litnum sjálfum er breiðara og það er búið að setja logo merkisins á það. Svo bættust að sjálfsögðu við nýjir litir. Ég er með litinn Brown Milly nr. 566 og hann ásamt öllum hinum litunum verður fáanlegur innan skamms í Dior stöndunum.

Eins og þið sjáið þá setti ég bara nóg af litnum og nota hann ekki bara til að ýkja kinnarnar sjálfar heldur líka til að skyggja andlitið. Ég set litinn bæði meðfram kinnbeinunum og undir þau – liturinn er meiri undir kinnbeinunum sjálfum. Stundum er gaman að breyta aðeins til sérstaklega þegar þið eruð með svona dökka kinnaliti.

Kinnaliturinn er nú þegar búinn að vekja athygli á mínu andliti og ég mæli hiklaust með þessum tóni fyrir ykkur sem eru með sterka kontrasta eins og ég í andlitinu. Fyrir hinar þá er nóg af úrvali hjá Dior af fallegum litum.

EH

Næstu dagar...

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Steinunn Edda

    2. September 2013

    Guð ég er svo sammála þér, nota alltof mikið af kinnalit og elska það! Við verðum saman í uppreisninni! ;)

  2. Inga Rós

    2. September 2013

    Ég meika ekki að kinnalitir verði ekki í tísku. Elska þá hreinlega of mikið til þess!

  3. L

    2. September 2013

    geturu gert video eða sýnt okkur hvernig er best að skyggja og gera flott ”kinnbein” með kinnalit? þú ert mega góð í því :)

  4. Thorunn

    2. September 2013

    Nóg af kinnalit! prófaðu næst nýju frá Chanel, þessa kremkenndu Le Blush Creme De Chanel :) ææææðiiiislegir :)