fbpx

BB augnkrem frá Dior

DiorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk fyrirspurn um daginn hvort ég hefði prófað einhver BB augnkrem nýlega. Eins og er veit ég um tvö þannig eitt frá L’Oreal – HÉR – og svo annað fá Dior sem ég var að prófa núna um daginn.

Eins og BB kremin þá gefur BB augnkremið húðinni þinni svo miklu meira en bara fallegan lit og þétta hulu. BB augnkremið frá Dior er ætlað að eyða dökkum baugum, þrota í húðinni, gefa auganu aukinn ljóma og vernda hana með góðri vörn gegn geislum sólar en hann er með SPF 20.

Augnkremið sem má að mínu mati líka alveg kalla hyljara er fáanlegur í tveimur mismunandi litum. Ég er með þann ljósari og við fyrstu sýn fannar mér hann líta út fyrir að vera alltof dökkur fyrir mig. Ég vel mér venjulega alltaf lit sem er einum tóni ljósari en farðinn minn til að fá meiri ljóma en þegar ég setti hann svo á húðina þá féll hann bara alveg saman við húðlitinn minn. Áferðin er mjög fín hún er þétt og stöm svo ég fékk strax á tilfinninguna að hyljarinn myndi sko ekki fara neitt yfir daginn – þannig ég ákvað að setja ekki púður yfir hann. Tilfinningin var rétt því hyljarinn entist allan daginn.

Með hyljaranum fylgir svampbursti – ég reyndar set aldrei beint á húðina með bursta sem fylgir með vöru ég held það sé bara vani vegna starfsins míns. Ég set hyljarann á handabakið og doppa honum svo létt í kringum augun með fingrunum. Ég kann að meta að hann innihaldi góða sólarvörn því í flestum tilvikum er það húðin í kringum augun okkar sem fær fyrst að finna fyrir einkennum öldrunar í húðinni, sem ég tel að stafi sérstaklega af því að sú húð er þynnri en annars staðar á líkamanum og mun viðkvæmari fyrir vikið.

Ég myndi hiklaust mæla með þessum hyljara fyrir þær sem langar að prófa fleiri BB snyrtivörur, endingin og útkoman á hyljaranum er til fyrirmyndar, ég hefði verið til í að fá meiri ljóma en ég nota þá bara frekar Lumi primerinn frá L’Oreal undir. Augnkremið/hyljarinn er partur af Hydra Life vörulínunni frá Dior sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég hef mikið verið að nota rakakrem og að sjálfsögðu BB krem úr þeirri línu sem einkennist af vörum sem gefa húðinni góðan raka.

EH

Baby Shower

Skrifa Innlegg