fbpx

Bakstursgóðgæti frá MAC

Ég Mæli MeðFashionLúkkMACmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og ég var búin að lofa HÉR þá er kominn tími til að segja ykkur aðeins betur frá nýjungum sem eru væntanlegar hjá MAC. Ég veit af þónokkrum sem biðu spenntar eftir að fá þessa línu í hús – hún heitir Baking Beauties og eins og nafnið gefur til kynna þá er hún innblásin af alls konar bakstursgóðgætum sérstaklega bollakökum.

Vörurnar í línunni einkennast af fallegum pastel rómantískum litum og það koma varalitir, gloss, ljómapúður, paint pot (augnskuggagrunnur), naglalökk, burstar, glimmer og ljómadropar.

Vörurnar sem ég prófaði eru varaliturinn Pure Decoration, dásamlegt púður sem heitir Pink Buttercream og glossinn Baking Beauty.

Púðrið er ég með á kinnunum á báðum myndunum – ég dustaði bara létt af því með púðurbursta yfir kinnarnar og aðeins meðfram kinnbeinunum. Púðrið gefur ótrúlega fallegan rjóðan highlighter með fallegri perluáferð – er búin að nota það á hverjum degi síðan ég fékk það.
Mér finnst þessi varalitur svo æðislegur – fullkominn fyrir sumarið!!! Svo flott að sjá hvað liturinn er ótrúlega þéttur og fínn mig grunar að þessi verði ofnotaður í sumar.Þó ég sé aðeins meiri varalitamanneskja þá nota ég gloss svona inná milli – mér finnst liturinn á þessum mjög skemmtilegur. Ég átti alltaf mjög svipað gloss frá MAC sem var alveg skærgult og mér fannst það alltaf gera varirnar svo þrýstnar og fínar – ég fæ sama fíling þegar ég er með þetta gloss. Held það sé helst ljósið sem endurkastast svo skemmtilega á vörunum.

Vörurnar koma í takmörkuðu magni svo það er um að gera að fylgjast vel með og mæta strax í búðirnar þegar vörurnar detta í hús. Ef ég myndi bæta einhverjum vörum við mínar þá held ég að það yrði eitthvað af þessum fallegu pastel naglalökkum og augnskuggagrunnarnir – reyndar er þetta allt svo girnilegt.

Rauðar varir einkenna Cannes hátíðina

Skrifa Innlegg