fbpx

Rauðar varir einkenna Cannes hátíðina

Fræga FólkiðFyrirsæturLúkkmakeup

Stjörnurnar voru fínar og flottar eins og alltaf á rauða dreglinum á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rauðar varir fannst mér sérstaklega áberandi og það voru ótrúleg margar skvísur sem skörtuðu litnum og meirað segja nokkrar mjög svipuðum tóni. Hvet ykkur til að kíkja á myndirnar og endilega segja mér hvernig ykkur líst á skvísurnar!
Milla Jovovich með æðislega flotta svarta smoky augnförðun – passar svo vel við toppinn hennar, þetta er svona dularfullt og spennandi lúkk finnst ykkur ekki?Hin endalaust fallega og ein af mínum uppáhalds leikkonum Marion Cotillard skartar hér fallegri og frekar látlausri förðun við glossaðar brúnar varir.Mér finnst ótrúlega flott hvernig kinnarnar hennar Kirsten Dunst tóna við varalitinn hennar – eins og þið vitið þá er ég mikill kinnalitaaðdándi svo ég er að fýla þetta lúkk í tætlur!Jessica Chastain finnst mér alltaf svo fallega förðuð – lúkkin hennar eru tímalaus og ég hef sjaldan séð hana eða makeup artistann hennar gera mistök. Takið eftir því hvernig eyelinerinn hennar er hann er þykkastur yfir miðju augnlokinu sem gerir það að verkum að augun hennar virðast kringlóttari.Rauðar varir við rautt hár er lúkk sem ég væri til í að ná einhver tíman. Isla Fisher leyfir hér vörunum að taka alla athyglina í förðuninni.Freida Pinto með fallega augnförðun – hún er með svo stór og áberandi augu að hún höndlar það mjög vel að vera með svartan lit í vatnslínunni umhverfis augun. Finnst þetta fara henni miklu betur en Kirsten Dunst….Rosalega er ég að meta þykku og náttúrulegu augabrúnirnar hennar Emmu Watson!Ég var ekkert að grínast með þessar rauðu varir – Doutzen Kroes og rauðu varirnar hennar eru fullkomin tvenna við hvíta kjólinn.og að lokum Carey Mulligan en hún leikur einmitt í opnunarmynd hátíðarinnar The Great Gatsby og þetta var förðunarlúkkið hennar á sýningu myndarinnar. Mér finnst hún lúkka mjög vel eina sem ég hefði kannski gert öðruvísi var að hafa þær kannski ekki alveg svona hvassar…

Ég gæti haldið endalaust áfram með myndirnar en ég læt þessar duga í bili;)

EH

Fyrsta CC kremið í snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg