fbpx

Babylips varasalvarnir verða fáanlegir á Íslandi

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14Trend

Sem mikill Maybelline og Babylips aðdáandi var ég alsæl þegar ég fékk að vita að varasalvarnir væru væntanlegir í sölu á Íslandi núna í sumar. Þetta eru ótrúlega flottir varasalvar og alveg ótrúlegt hvað varaslavar er orðin vinsæl vara aftur en auðvitað fylgja þeir mögulega varalitatískunni sem er allsráðandi.

Ef þið þekkið ekki Babylips varasalvana þá eru þetta næringarríkir varasalvar sem gefa vörunum raka í alltað 8 tíma. Babylips varasalvarnir er sú vara frá Maybelline sem ég fæ fyrirspurn útaf alla vega einu sinni í viku – þá er yfirleitt verið að forvitnast um hvort þeir séu væntanlegir – loksins má ég segja já!

Við fáum til Íslands upprunalegu sex litina en ég á þá alla og mér finnst þeir allir ómissandi. Það eru tveir glærir salvar, einn nude, einn rauður, einn bleikur og einn dökkrauður. Lituðu varasalvarnir gefa léttan lit en fallegan. Litapigmentin eru alls ekki sterk í þeim svo ekki búast við því – það er ekki hugsunin. Heldur er hugsunin með varasölvunum sú að varirnar fái góðan raka og náttúrulegan og frísklegan lit.

Vinsældir þessa varasalva eru líklega vegna frábærs verðs, litríka og flottra umbúða og gæða (alla vega dýrka ég þá).

abbc0dabfaa5647807a2932b9ad34ae0 2e995a73284c67f05c595433c5b7f82a 8c45fa8c59d9a1b5962d8ed604c253fa 104fda5ca0214a4784e2a7646131763e e49b1bd67a4a84cd2dbdfd9abb161957 6a0c2dd88e8e327850d65499683f3654 c418789118619089a891c045c2fe0355 8f176d6a6d65a7d7bd8a8113fecdf332

Nude liturinn sem er í fjólubláu umbúðunum er í uppáhaldi hjá mér – elska litinn sem kemur af honum. Hann er eiginlega nude með smá peach undirtón. Næstmest nota ég þennan bláa sem er glær sem er með svo góðum ilm!

9bba634e43ef1e059336837109edc6c9

Hlakka til að fá þessa fallegu varasalva loksins til landsins og fullkomna safnið mitt enn á ný. Með þessa vöru þýðir ekkert annað en að eiga allar týpur.

Eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég fæ fréttir um að þeir séu komnir eftir nokkrar vikur verður að skella í gjafaleik á blogginu ég vona að ykkur lítist vel á það:)

Sæla í sveitaferð

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Áslaug

    27. April 2014

    á eina 12 ára sem verður himinlifandi með þetta ;)

  2. Ragna Björk

    27. April 2014

    Ég elska þessa varasalva. Ég nota mest þennan rauða og dökk rauða. Mér finnst þeir skila svo flottum lit á varirnar sem endist alveg ótrúlega lengi á. Ég er alltaf með þá á mér og það er svo þæginlegt að það þarf ekkert að vera með spegil til að setja á. Svo eru þeir virkilega rakagefandi. Frábær viðbót í flóruna á Íslandi.

    • Sammála með spegilinn – ég þarf einmitt oft á honum að halda með svona litaða varasalva en aldrei með þessa -frábær viðbót :D

  3. Guðrûn maría

    27. April 2014

    Hvar verða þeir seldir?

    • Á öllum sölustöðum Maybelline – t.d. Lyfju og Hagkaup svo líklega líka í Kjólum og Konfekt og á heimkaup.is ;)

  4. Karen Lind

    27. April 2014

    Ég hef átt svona… og á svona núna. Fíla litinn sem kemur af Cherry týpunni en annars finnst mér varasalvinn þurrka varirnar mjög mikið… þannig að ég er alltaf að bera á mig aftur og aftur…

    .. svo það eina sem ég fíla við minn er sæti liturinn sem ég fæ á varirnar og unaðslega lyktin af honum. Annars fær hann falleinkunn.

    • Kristín

      28. April 2014

      ohh hvað ég elska svona hreinskilni… það geta einfaldlega ekki allar snyrtivörur verið svona mikið must have!!!

      • Það hentar aldrei allt öllum þess vegn er frábært þegar vöruflóran á Íslandi stækkar sífellt:) ég gæti ekki verið meira ósammála karen hér – er með cherry litinn á vörunum núna frá því eldsnemma í morgun og hann er enn glansandi og flottur og varirnar vel nærðar:) Varasalvar eru gerðir til að gefa vörunum raka og auðvitað draga þær rakann inní sig eins og húðin gerir við rakakrem – svo auðvitað endist hann misvel eftir ástandi varanna. Um þessa varasalva segir Maybelline að með reglulegri notkun í viku þá verði varirnar vel nærðar og mjúkar.

  5. Aníta

    27. April 2014

    Vá hvað þetta gleður mig! :D

  6. Sirra

    27. April 2014

    ég verð að eignast svona!

  7. pola

    27. April 2014

    er þu veit hvaða collection komið til islands ??

  8. Anna

    27. April 2014

    Þeir eru samt nú þegar til í Kastaníu í Kringlunni :) !

    • Kastanía verslar ekki í gegnum maybelline umboðið á Íslandi – veit ekki hvaðan þær fá sína. En nú verða þeir fáanlegir innan skamms á sölustöðum Maybelline merkisns;)

  9. Alexandra

    27. April 2014

    hann er til í kastaníu :)