Sem mikill Maybelline og Babylips aðdáandi var ég alsæl þegar ég fékk að vita að varasalvarnir væru væntanlegir í sölu á Íslandi núna í sumar. Þetta eru ótrúlega flottir varasalvar og alveg ótrúlegt hvað varaslavar er orðin vinsæl vara aftur en auðvitað fylgja þeir mögulega varalitatískunni sem er allsráðandi.
Ef þið þekkið ekki Babylips varasalvana þá eru þetta næringarríkir varasalvar sem gefa vörunum raka í alltað 8 tíma. Babylips varasalvarnir er sú vara frá Maybelline sem ég fæ fyrirspurn útaf alla vega einu sinni í viku – þá er yfirleitt verið að forvitnast um hvort þeir séu væntanlegir – loksins má ég segja já!
Við fáum til Íslands upprunalegu sex litina en ég á þá alla og mér finnst þeir allir ómissandi. Það eru tveir glærir salvar, einn nude, einn rauður, einn bleikur og einn dökkrauður. Lituðu varasalvarnir gefa léttan lit en fallegan. Litapigmentin eru alls ekki sterk í þeim svo ekki búast við því – það er ekki hugsunin. Heldur er hugsunin með varasölvunum sú að varirnar fái góðan raka og náttúrulegan og frísklegan lit.
Vinsældir þessa varasalva eru líklega vegna frábærs verðs, litríka og flottra umbúða og gæða (alla vega dýrka ég þá).
Nude liturinn sem er í fjólubláu umbúðunum er í uppáhaldi hjá mér – elska litinn sem kemur af honum. Hann er eiginlega nude með smá peach undirtón. Næstmest nota ég þennan bláa sem er glær sem er með svo góðum ilm!
Hlakka til að fá þessa fallegu varasalva loksins til landsins og fullkomna safnið mitt enn á ný. Með þessa vöru þýðir ekkert annað en að eiga allar týpur.
Eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég fæ fréttir um að þeir séu komnir eftir nokkrar vikur verður að skella í gjafaleik á blogginu ég vona að ykkur lítist vel á það:)
Skrifa Innlegg