fbpx

Augnskuggaprimer

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðLúkkMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Ég er ein af þeim sem nota alltaf primer þegar ég er að farða mér finnst þetta bara vera vara sem er ómissandi til að láta förðun endast vel og gera áferð húðarinnar fallegri. Ég fékk nýlega að prófa nýjan sérstakan augnskuggaprimer sem er nú fáanlegur á Íslandi…augnskuggaprimer

24 Hour Photo Finish Shadow Primer frá Smashbox.

Kostirnir við að nota augnskuggaprimer:

  • Augnskugginn endist lengur. Þessi segist gefa 24 tíma endingu.
  • Yfirborð auganloksins verður áferðafallegra og jafnt og því auðveldara að bera augnskuggan yfir augnlokið.
  • Pigmentin í augnskuggunum njóta sín betur.
  • Þar sem yfirborðið verður sléttara er auðveldara að blanda augnskuggum saman á augnlokinu.

Ég ákvað að nýta tækifærið og gera dáldið ýkta augnförðun til að sýna ykkur primerinn og hvað áferðin á litunum verður falleg með hann undir. Ég nota aðra af augnskuggapallettunum úr Santigold sumarlínunni frá Smashbox sem ég hef líka sýnt ykkur HÉR.

augnskuggaprimer2

Eyelinerinn er þessi HÉR frá Bourjois – ég nota hann nánast eingöngu þessa dagana. Augnhárin eru mín uppáhalds frá Red Cherry nr. 747 S – fást HÉR á aðeins 1000kr stykkið!

Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið svo hvað litirnir blandast ótrúlega vel saman og litirnir verða svo mjúkir og fallegir. Ég er með ljósan gylltan lit innst á augnlokinu, brúnan í miðjunni og dökkbláan yst á augnlokinu. Svo blandaði ég litunum öllum saman til að fá þessa fallegu áferð.

augnskuggaprimer3

Smashbox er merki sem hefur án efa verið leiðandi í gerðum á primerum frá því þeir komu fyrst út og merkið er fyrst og fremst þekkt fyrir primerana sína. Það er því ekkert óeðlilegt við það að augnskuggaprimerinn sé svona frábær. Ég hef ekki prófað marga augnskuggaprimera – sem heita þá primer. Mörg merki eru með nokkurs konar base sem er í formi kremaugnskugga en hér er pælingin tekin lengra. Eini beini augnskuggaprimerinn sem ég hef prófað aðeins er basic primerinn frá Urban Decay og mér finnst þessi eiginlega betri… Ástæðan er áferði, hér er slétt og þétt áferð hinn minnir mig meira á hyljara.

Primerinn er svo ekki bara til að nota undir augnskugga líka t.d. eyelinera en ef þið ætlið að vera með áberandi kisulegan eyeliner er upplagt að nota þennan undir. Þegar þið setjið hann yfir augnlokin er nauðsynlegt að setja hann yfir allt augnsvæðið alveg upp að augabrúnum. Svo þið getið náð að fá fallega og mjúka áferð yfir allt augnsvæðið. Primerinn má líka nota undir augun.

Eina sem ég verð að taka fram við notkunina á þessum er að þið verðið að leyfa honum að þorna aðeins áður en þið setjið augnskuggann yfir hann. En það á svo sem við um alla primera. Annað mér finnst ekkert erfiðara að þrífa augnfarðann af þó ég sé með primer en eins og alltaf nota ég sérstakan augnhreinsi :)

EH

Augnskuggaprimerinn sem ég nota í þessari færslu fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Nýtt í snyrtibuddunni: CC pennar

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Hanna María

    9. July 2014

    Ég væri alveg til í að sjá kennsluvideo eða færslu af því hvernig þú gerir augnskuggann sem þú ert með á myndunumm því þetta er alveg geðveikt! :D