fbpx

@aswegrow

Ég Mæli MeðLífið MittMyndirShopTinni & Tumi

Ég er í svo langan tíma búin að horfa hugfangin á flíkurnar frá barnafatamerkinu As We Grow í Mýrinni og MAIA… Núna um daginn fékk Tinni sett frá þeim að gjöf svo ég fékk loksins að prófa þau og mamman varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég er aðeins búin að vera að kynna mér vörurnar frá merkinu og söguna á bakvið það og ég er vægast sagt heilluð.

Screen Shot 2013-10-23 at 8.56.07 PMHér er hann með húfu og trefil frá As We Grow og á myndinni fyrir neðan er hann í afasetti frá þeim – bol og buxum. Hrikalega kjút – mér finnst brúni liturinn og þessi lime græni fara svo vel saman.aswegrowTinni er búinn að nota fötin nánast uppá dag síðan hann fékk þau – ég læt hann alltaf sofa úti í vagni í þeim og í fyrsta sinn er hann ekki að koma inn kófsveittur úr lúrnum hann er bara voða passlegur.

As We Grow er barnfatamerki sem er í eigu Grétu Hlöðversdóttur sem er lögfræðingur og svo hönnuðanna Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttur og Maríu Th Ólafsdóttur. Hugmyndin á bakvið merkið er að skapa eigulegar og vandaðar flíkur sem lifa áfram og berast á milli kynslóða. Þannig skapar flíkin sér sína eigin sögu og tilfinningagildið eykst. Mér finnst þetta yndisleg hugsun. Sjálf er ég ótrúlega heppin að eiga ömmu sem átti 4 stráka og geymdi öll fallegu fötin þeirra. Bróðir minn, sem er eina barnabarnið hennar sem er strákur, fékk þau lánuð og nú 21 ári seinna fæddist næsti strákurinn í fjölskyldunni – hann Tinni Snær. Hann er næstur á listanum yfir að fá fötin lánuð. Mér finnst líka frábært að búa til flíkur sem er hægt að endurnýta. Stundum þarf maður ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt.

Fötin frá As We Grow eru úr Alpaca ull sem koma af lamadýrum sem búa hátt uppí fjöllum Perú. Ullin er ótrúlega mjúk og hlý og nær að halda jöfnu hitastigi á líkamanum. Lamadýrin búa við mjög ójafnt hitastig það er bæði mjög kalt hjá þeim og mjög heitt en ullin heldur jafnværi á þeirra hitastiga í gegnum allar þessar breytingar. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá var Tinni alltaf að koma kófsveittur inn úr lúrnum sínum, ég var bara alltaf með hann í ullarnærfötum og svo var hann í svefnpoka – hann er enn í svefnpokanum en fötin hafa breyst og ég finn mikinn mun á honum. Ég trúi því bara líka að honum líði miklu betur þarna úti – nái að sofa vel.

Ef þið hafið ekki heyrt um þessi föt þá ættuð þið samt kannski að hafa rekið augun í þessa peysu sem er einmitt signature peysan frá As We Grow…Multi_muted_cardigan.jpg00000_1024x1024Mér finnst þessi alveg einstök og það sem mér finnst gaman við flíkurnar frá merkinu er að þær eru engum öðrum líkar, þær eru alveg einstakar. As We Grow hefur verið að vekja mikla lukku í Noregi en Norðmenn eru nú mikil útivistarþjóð sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði. Þeir eru mjög hrifnir af Alpaca ull og í gegnum þær hjá As We Grow hef ég uppgötvað nýtt blogg sem norsk mamma heldur úti – ég þarf að segja ykkur betur frá því síðar. En hún er mjög hrifin af þessu íslenska merki. Mér finnst alltaf svo ánægjulegt þegar íslendingum gengur vel erlendis.

Hér fyrir neðan sjáið þið myndir af línunni sem er í sölu núna en vörurnar fást í verslununum MAIA, Mýrin og Rammagerðinni í Reykjavík.
AW2013 Óðinn IcelandairAWG13AnnaKamillablanket AWG13AnnaKamilladress AWG13Óðinncoat2 AWG13ThorGrandpaDressEfst á óskalistanum fyrir soninn er bláa kápan en hana var ég búin að sjá þegar línan kom fyrst í búðir og bölvaði því að geta ekki keypt hana á strákinn. Þangað til ég rak svo augun á myndina af þessum fallega dreng sem er í kápunni – nú er hún komin á innkaupalistann ásamt rauða afadressinu og einni signature peysu. Ég hvet ykkur til að fylgjast með þeim á Instagram undir @aswegrow en þar birtast fullt af skemmtilegum myndum af krökkum í flíkunum og hugmyndir af fallegum fatasamsetningum. Ég fékk að sjá brot af næstu línunni þeirra sem er virkilega skemmtileg og þar eru fullt af nýjum flíkum.

Þetta eru svo eigulegar flíkur og ég sé fyrir mér að fötin hans Tinna muni vonandi ganga á milli barna í fjölskyldunni og skapa sér sína sögu.

Hvernig á að þrífa húðina - video

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    27. October 2013

    Æðislega falleg föt! Dreymir um flíkur á Ölbu. Jólagjafahugmyndir ..

  2. Fanney Ingvarsdóttir

    29. October 2013

    Ótrúlega flott, og mikið er hann Tinni þinn mikill krúttmoli!

  3. Guðrún Ragna

    5. November 2013

    Mikið er ótrúlega gaman að lesa svona fallega umfjöllun. Tinni er nú líka með fallegri börnum sem maður sér. Takk Erna Hrund.