fbpx

Annað snilldarráð um hár

Ég Mæli MeðHárShiseidoSnyrtibuddan mín

Þessi færsla er sérstaklega tileinkuð þeim sem eiga við sama vandamál og ég að stríða – og það er að þurfa að fást við nýju litlu hárin sem vaxa útí loftið eftir að hin sem fyrir voru hafa horfið vegna brjóstagjafar.

Þynning hársins er vandamál hjá mörgum konum eftir fæðingu og ef þú ert ein af þeim þá hvet ég þig til að lesa bæði mína færslu og þessa HÉR sem Theodóra skrifaði ekki fyrir svo löngu síðan.

Hármissirinn hjá mér byrjaði ekki fyr en sonurinn var um 3 mánaða gamall. Hann byrjaði smátt og smám saman jókst hann. Mér finnst þetta ótrúlega erfitt. Ég var alltaf með þykkt og flott hár sem var auðvelt að meðhöndla. Í dag er hárið mitt flatt og þunnt og ég er miður mín yfir því. Það eru hár útum alla íbúð, allan bílinn minn og stundum finn ég hár í bleyjunum hans Tinna þegar ég skipti á honum. Hvernig þau komast þangað er ráðgáta fyrir mér. 4 mánuðum seinna virðist þetta ekkert ætla að hætta og ég myndi giska á að umfang hársins míns væri tæplega helmingi minna en það var fyrir. En núna eru ný hár farin að koma. Þið sem hafið gengið í gegnum þetta vita hvernig þau eru – stutt og standa útí loftið og það er mjög erfitt að ráða við þau. Það er eiginlega ómögulegt að ráða eitthvað við þau og mér finnst hræðilegt að sjá þau standa útí loftið þegar ég er með hárið uppsett. Ég set hárið mitt uppí snúð á hverjum einasta degi.

Nýlega rakst ég á ótrúlega einfalt ráð um hvernig er hægt að temja  þessi litlu hár á einfaldan hátt. Það er að nota glæran maskara til þess að festa þau niður. Greiðið bara maskaragreiðunni í gegnum hárin – svo þornar formúlan og hárin haldast niðri allan daginn!

Það eina er að það eru ekki mörg merki sem selja glæra maskara – ég nota glæra maskaranæringu frá Shiseido sem mér finnst virka vel í þetta. Svo er einfalt að panta sér einn glæran maskara í gegnum eBay. Þið getið að sjálfsögðu líka notað augabrúnagel sem lítur alveg út eins og glær maskari og yfirleitt er hægt að nota báðar vörurnar bæði til að setja á augnhárin og í augabrúnirnar:)

Það er auðvitað líka hægt að nota bara gel og greiða því í gegnum hárin – en mér finnst útkoman með glæra maskaranum mun fallegri og það sést ekki eins vel að maður hafi þurft að nánast líma hárin niður.

Frábært ráð til að halda þessum ömurlegu hárum í skefjum!

EH

Trend Sumarsins #2

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anna

    19. July 2013

    Ég notaði alltaf augabrúnagel frá body shop til að greiða þetta niður :)

    • Já – þetta er nú nokkuð svipuð vara þ.e. augabrúnagel lítur út eins og glær maskari og þú getur oftast notað báðar vörurnar á augnhárin og í augabrúnirnar – alla vega get ég það með þessum frá Shiseido :)

  2. Rakel

    19. July 2013

    Sniiiiðugt! Þetta skal ég sko muna NÆST ;) Mér finnst hárið á mér fyrst núna vera að verða eins og það var áður og Emil er sko orðinn 2 ára og 4 mánaða! Aðeins of langur tími fyrir bad hairday…

  3. LV

    20. July 2013

    Velkomin í hópinn :) Þetta er hryllingur, strákurinn minn er að verða 2 ára og það er eins og ég sé með tvær klippingar í hárinu, var með kollvik lengst upp á haus ;)