fbpx

Annað dress: þessar eru komnar aftur!

Annað DressÉg Mæli MeðFallegtLífið MittShopTinni & TumiTrend

Við Tinni Snær tókum smá göngutúr saman fyrir utan heima hjá okkur til að skoða fallegu lúpínu breiðuna sem er þar. Litla krúttið mitt er er mjög ævintýragjarn og dýrkar að fá að rölta um einn í mölinni sem er fyrir utan hjá okkur. Þetta er einn kosturinn við það að búa eiginlega út í sveit en það er engin umferð fyrir utan og því erum við dugleg að rölta þarna um bara á sveitaveginum fyrir framan.

Ég hef alltaf haldið svo mikið uppá Lúpínur ein af mínum uppáhalds blómum frá því ég man eftir mér. Ég er hins vegar kannski ekki nógu dugleg við að týna þær og setja í vasa heima helst vegna þess að ég er með hafsjó af þeim fyrir utan gluggann minn.

annaðdressranda7

Eins og sést á annarri myndinni þá er minn maður ekki mikið fyrir að stilla sér upp heldur tekur á rás um leið og færi gefst. Sjálfstæður ungur maður þarna á ferð!

annaðdressranda annaðdressranda3

Þessar fallegu og þægilegu buxur mínar slógu eftirminnilega í gegn og sáust í kjölfarið hjá fleiri bloggurum. Einar bestu buxur sem ég hef átt því þær eru prjónaðar og því svo mjúkar og gott að vera í þeim. Það er dáldið síðan þær fengust í VILA en þær eru núna komnar aftur!

annaðdressranda5

Buxur: Mjúkar og þægilegar og skemmtilega röndóttar! Þessar flottu buxur eru mættar aftur í VILA frá og með deginum í dag. Ég er búin að ofnota þær og setja þær svo oft í þvott og þurrkara og það sést ekki á þeim. Mæli með ;)
Skyrta: Fyrsta flíkin sem ég verslaði mér í Esprit Smáralind – dýrka allt við þessa. Liturinn er fullkomin og ég nota hana mikið bæði hversdags og fínt. Þessi fær að fara bara í þvottavélina heima og það besta er að ég þarf aldrei að strauja hana!! Efnið er bara einstakt:)
Skór: Fyrstu NIKE skórnir mínir sem ég fékk í útsölu í versluninni MAIA á Laugaveginum þeir voru þá á 50% afslætti en eflaust löngu búnir. Skemmtilegt að pastel blái liturinn er akkurat í tísku núna og því er tilvalið að taka þá fram á fallegum sólardegi eins og var þegar myndirnar hér fyrir ofan voru teknar.

Í sömu sendingu og buxurnar komu kom líka þess sjúklega flotti jakki í VILA – það sem er enn skemmtilegra við hann fyrir mig er að þetta er fyrsta flíkin sem ég valdi í innkaupaleiðangrinum sem ég fór í með VILA í Kaupmannahöfn í byrjun árs. Ég er sjúklega spennt að sjá hvernig hann selst en hann verður til í þessum skemmtilega bleika lit og svörtu að sjálfsögðu – ég ætla að fá mér báða liti :D

Survi blazerFinnst ykkur hann ekki æðislegur!!!

EH

Pink is the new black

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ragnheiður S.

    26. June 2014

    Er þetta svona trench coat ? :D
    Og getur þú kannski sagt mér verðið :)

    • Já eiginlega svona stuttur trench… Hann var á 10990kr og er uppseldur held ég…:/ var til einn bleikur í L um 4 í dag sem er held ég farin núna. En vonandi kemur hann aftur eða svipaður ég lofa að láta vita:):)