fbpx

Annað Dress: spagettí hlýrar

Annað DressChanelÉg Mæli MeðFashionLífið MittneglurNýtt í FataskápnumSS14Trend

Við fögnuðum árunum 5 saman á föstudagskvöldið með ferð á Tapas Barinn. Það er alltof langt síðan við höfum farið þangað og eins og alltaf stóðst staðurinn væntingar og rúmlega það!

Þetta var fyrsti almennilegi sumardagurinn og eftir matinn röltum við um bæinn, fengum okkur kaffibolla og nutum þess að fletta í gegnum blöð óáreitt :) Ég tók með mér fyrsta brúðartímaritið 14 mánuðir til stefnu í stóra daginn og ég er engu nær með kjólinn og skreytingar og hvað þá athöfnina sjálfa en þetta kemur allt saman með tíð og tíma.

Hér er dress kvöldsins – það einkennist helst af uppáhalds versluninni eins og áður. En ég er farin að standa líka reglulega vaktina í versluninni og hef hitt þónokkrar ykkar þar. Sem fastakúnni þekki ég hana líklega jafnvel og margar af stelpunum sem vinna þar ;) Ég er ótrúlega skotin í flíkum með spagettíhlýrum fyrir sumarið. Mér finnst þeir svo kvenlegir og elegant.

annaðdress12 Dressið samanstendur af:

Jakki: Supia Blazer frá VILA, hinn eini sanni og ofurvinsæli jakki sem ég er svo heppin að eiga bæði í sandlitnum og svörtu. Elska þennann hann hentar við öll tilefni. Sandjakkinn er líka flottur til að passa uppá að vera ekki alltaf í svörtu.
Bolur: VILA spagettíhlýrar eru möst í sumar að mínu mati ég á bæði svartan og hvítan einmitt frá VILA og nýlega bættist þessi í fataskápinn en mér finnst munstrið fullkomið fyrir sumarið. Hlýrarnir eru úr pleather efni sem gerir bolinn extra flottan.
Buxur: VILA, þið þekkið eflaust margar Just Jude buxurnar sem eru frá Pieces en fást í VILA, bæði eru merki innan Bestseller sem á búðirnar. Just Jude er snið sem er fullkomið og nú er VILA nýbúið að skapa sitt eigið fullkomna snið. Ég er alveg að dýrka þessar buxur í tætlur. Þær voru aðeins of síðar en ég bretti bara aðeins uppá þær og þá voru þær flottar og enn sumarlegri.
Espadrillur: Selected, þessa keypti ég mér í byrjun vorsins og ég hef notað þá endalaust mikið og á eftir að nota þá enn meira í sumar. Ég held að espadrillur séu möst have skóbúnaður fyrir sumarið.
Sólgleraugu: Dolce & Gabbana
Naglalakk: Tutti Frutti úr sumarlínu Chanel

annaðdress10 Að lokum langaði mig að láta nýju eigendur thermal Bubblelina lakkanna frá nola.is vita af sigrinum:) Screen Shot 2014-06-09 at 9.51.57 PM Screen Shot 2014-06-09 at 9.51.40 PM Til lukku Bryndís Rún og Elísabet sendið mér endilega upplýsingar með heimilisfangi á ernahrund(hjá)trendnet.is svo hún Karin á nola.is geti sent ykkur nýju lökkin.

EH

Video: Dásamlegt húðdekur!

Skrifa Innlegg