fbpx

Annað Dress: sólskin og sandalar

Annað DressBiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS15Vero Moda

Ég veit ekki með ykkur en ég er að njóta þessa yndislega veðurs í botn! Ég ákvað að eiga alveg svakalega rólegan dag í dag. Taka mér frí frá öllu og bara njóta þess í einn dag að vera ég. Svo sóttum við bara Tinna Snæ snemma og skelltum okkur í sund sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni þessa dagana. Ólétta mamman nýtur þess að sitja í heita pottinum í Laugardalnum á meðan feðgarnir djöflast í sundlauginni – alveg æðislegt.

Veðrið í dag var náttúrulega alveg einstakt og mig langaði að sýna ykkur dress dagsins en körfuboltakúlan tók sig sérstaklega vel út í því þó ég segi sjálf frá…

annaðdresssól7

Kjóll: Vero Moda, þessi var ást við fyrstu sýn! Um leið og ég sá mynd af þessum vissi ég að hann yrði að vera minn. Svo þegar ég sá hann þá hugsaði ég strax vá hvað kúlan verður ábyggilega flott í þessum. Efnið er algjört svona teygjuefni svo kjóllinn leggst alveg þétt upp við líkamann og mótar kúluna svona virkilega fallega. Körfuboltinn fær að njóta sín í botn þarna, mér finnst líka mjög skemtilegt hvernig það kemur svona smá breyting í áferðinni á efninu um miðjan kjólinn sem dregur athyglina að kúlunni. Kjóllinn verður auðvitað líka flottur þegar barnið kemur í fangið á mér og kúlan fer en þá mótar áferðin líkamann á fallegan hátt. Þessi kom í ljósgráu og svörtu og hann er með ermar sem ná svona eiginlega að olnbogum. Þó hann líti kannski út fyrir að vera svakalega þröngur þá er hann það alls ekki efnið er mjög mjúkt og mér líður alveg svakalega vel í þessum.

Peysa/kimono: Vero Moda, ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að kalla þessa flík en þetta er svona sirka einhvers konar lýsing á flíkinni. Ég kíkti aðeins inní Vero Moda í Smáralind í dag bara til að sjá restina af nýju sendingunni sem var ekki komin upp þegar ég var inní búð að merchandise-a. En ég prófaði þessa og vá ég heillaðist strax. Frábært að eiga eins svona flotta lausa peysu til að henda yfir sig í sumar. Þessi er líka ábyggilega flott í sumarfríið til að henda yfir sig í bikiníi á ströndinni. Peysan kom í dökkbláu og hvítu, báðir litirnir eru æði en ég var í sóskinsskapi og ákvað að kaupa þessa hvítu. Ég er alveg svakalega lukkuleg með þessa hún er svo létt og áferðafalleg…

annaðdresssól2

Sandalar: Bianco, ég er að dýrka þetta yndislega veður og ég bara elska að skella mér í fallega sandala en ég er búin að næla mér í þrjú æðisleg pör úr nýjustu sendingu Bianco. Þessar gersemar eru til í svörtu og hvítu, hvíti liturinn heillaði mig uppúr skónnum og beint í þessa um leið og ég sá þá. Mér fannst þeir svo sumarlegir og gaman að eiga ekki bara svarta til að vera í í sumar. Svo er hvíti liturinn þannig að maður virðist miklu brúnni í hvítu en svörtu svo það skemmir auðvitað ekki fyrir. Á tásunum er ég svo enn með hinn yndislega lit Lapiz of Luxury frá Essie, ég er búin að vera með þennan á tánum í viku núna, svakalega góð ending verð ég að segja.

annaðdresssól4

Kúlan: 28 vikur á morgun, þessi fallegi körfubolti er á fullu allan daginn. Fygljan mín liggur hátt uppi og er staðsett fyrir aftan legvegginn sem þýðir að ég finn fyrir öllu. Ég er farin að geta nánast sagt til um hvernig barnið liggur og það er ábyggilega ekki langt í að ég sjái fætur og hendur koma út úr maganum á mér. Það er eiginlega bara fátt sem er jafn yndislegt og að finna fyrir barninu sínu vaxa og dafna. Best er þó þegar strákurinn okkar kemur og knúsar litla barnið og kemur sér fyrir ofan á kúlunni til að kúra með litla barni – það er langbest!

annaðdresssól6

Leggings: Fix It frá Vero Moda, mér til mikillar skelfingar fann ég engar leggings buxur inní skáp hjá mér þegar ég var að klæða mig í morgun, alveg hrikalegt. En ég fór bara í sokkabuxur og svo þegar ég var komin inní Vero Moda þá leit ég a Fix It leggings buxunum sem eru meðal vinsælustu flíkanna í búðinni en ég hef aldrei átt svoleiðis. Þessar eru dáldið veglegar en þær hafa mótandi áhrif á líkamann sem gerir vöktinn minn líka enn flottari í kjólnum. Hann mótar rassinn og gerir hann svona aðeins meira kúlulaga. Strengurinn er breiður og nær vel upp yfir mitti en ég tek þær upp að aftan en kem þeim fyrir aðeins fyrir neðan kúluna sem hjálpar líka til við að móta kúluna svona svakalega vel. Þessar eru mjög þekjandi og góðar – fyrstu kynni mín af þeim í dag eru alla vega góð og við skulum segja að ég skilji vinsældirnar ;)

annaðdresssól

Förðunin: Náttúruleg dagförðun með vörum frá hinum ýmsu merkjum eins og Chanel, Bobbi Brown, Maybelline og Make Up Store svo eitthvað sé nefnt. Ef þið hafið hraðar hendur getið þið séð sýnikennsluvideo með lúkkinu inná snapchat rásinni minni ernahrundrfj :)

annaðdresssól3

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst alveg ótrúlegt að hugsa til þess að ég eigi bara tæpa þrjá mánuði eftir bara þrír mánuðir til stefnu til að njóta. Ég hef verið svo einstaklega heppin að fá að ganga með tvö börn og ég ætla að njót þessarar meðgöngu frá til síðasta dags…!

Ég vona að þið eigið góða helgi mín kæru og ég vona að við fáum svona dásamlegt veður ég alla vega krosslegg fingur og sendi jákæða strauma í átt til veðurguðanna.

Fyrir hinar bumburnar þarna úti þá mæli ég alveg rosalega mikið með þessum kjól – ég er í alvörunni hugfangin af kúlunni í kjólnum mér fannst ég ekki svona svakalega glæsileg ólétt kona alla vega ekki eins og þessi sem ég horfi á á myndunum hér fyrir ofan :)

EH

Náttúrulegt með nýjungum...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anna

    23. May 2015

    Svoldið forvitin að vita hvaða varlit/gloss þú ert með, mjög fallegt :)