fbpx

Annað dress og kúlan góða

Annað DressLífið MittMeðgangaNýtt í Fataskápnum

Loksins, loksins, loksins, get ég útskýrt lélega ástundun mína á síðunni síðustu vikurnar. Í desember komumst við að því að von væri á nýjum fjölskyldumeðlimi. Í kjölfar þeirrar uppgötvunnar fylgdu endalaus veikindi, uppköst og þreyta. Að fela þessa óléttu hefur reynst mjög erfitt og þó ég hafi bara verið komin örfáar vikur var fólk undantekningarlaust farið að spurja. Ég átti þó ekkert erfitt með að svara spurningunni játandi enda lent í ýmsu sem tengist meðgöngu og veit vel af öllu sem getur farið úrskeiðis og því fannst okkur betra bara að taka á móti meðgöngunni með opnu og jákvæðu hugarfari.

Við fórum í 12 vikna sónar í síðustu viku og nú er ég komin rétt rúmar 13 vikur. Í gær fögnuðum við 30 ára afmæli systur hans Aðalsteins og þá skellti ég mér í þægilegt dress og loksins kjól í þrengri kantinum  þar sem nú má kúlan alveg fara að sýna sig. Ég fékk kúluna mjög snemma alveg eins og með Tinna Snæ og hún hefur bara haldið áfram að vaxa jafnt síðan þá. Ég er þó búin að fá það staðfest tvisvar að bara eitt kríli sé væntanlegt þó ég hafi ekkert verið svo viss sjálf á ákveðnum tímapunkti. Örlitlar hreyfingar eru farnar að gera vart við sig og systkinið virðist vera staðsett eins og bróðir sinn var, fyrir aftan legvegginn.

En hér sjáið þið dress kvöldsins…

bumbudress

Kjóll: VILA, ég fékk tilkynningu í síðustu viku um að það væri kominn kjóll í VILA sem ég yrði að eignast því hann myndi fara kúlunni svo vel. Viti menn það var hárrétt og ég labbaði út með þennan fína kjól og líka röndóttu buxurnar sem ég sýndi ykkur um daginn. Ef það eru fleiri í sömu sporum og ég og vantar kjól sem er úr efni sem gefur vel eftir kúlum þá mæli ég algjörlega með þessum hann er líka til hvítur með svörtum röndum. Svo er kjóllinn reyndar líka bara þægilegur og fullkominn í alla fataskápa. Hann er ekki úr þunnu efni svo hann gæti líka hentað vel fyrir íslenskt sumar við bera leggi eða stuttar leggings.

Sokkabuxur: Oroblu, ég er þessa dagana alltaf í tvennum sokkabuxum. Hér er ég í meðgöngusokkabuxum frá Oroblu. Sokkabuxurnar eru reyndar hættar hér á Íslandi og restin af þeim fór uppá markaðstorgið á Korputorgi svo ég fór beinustu leið þangað um leið og kúlan fór að sýna sig fyrir þó nokkrum vikum síðan og byrgði mig vel upp. Þetta eru ótrúlega góðar sokkabuxur sem halda undir kúluna, móta hana og styðja við bakið. Yfir er ég svo í 50 den All Colors sokkabuxum.

bumdudress

Skór: Bianco, þessir glæsilegur gripir eru úr ekta leðri og þeir eru svo mjúkir og svo þægilegt að vera í þeim. Ég get svo sannarlega verið skvísumamma með einn tveggja ára í fanginu og kúlu framan á mér í þeim. Ég er sannarlega farin að fýla támjóa skó aftur en mér finnst reyndar skórnir sjálfir, lögun þeirra, efnið og hællinn skipta miklu máli. Ég held ég fari nú ekki í hvaða skó sem er támjóa en þeir eru nokkrir inní Bianco sem vöktu hrifningu mína. Ég ætlaði reyndar að vera í glimmersokkum þetta kvöldið við skónna – þeim gleymdi ég eins og svo mörgu öðru þessa dagana… Held samt að það detail gæti komið mjög vel út.

Screen Shot 2015-02-08 at 3.21.06 PM

Eigið yndislegan sunnudag kæru lesendur – ég hlakka til að hefja nýja vinnuviku á morgun og geta flaggað kúlunni alveg villt og galið. Það eru spennandi tímar framundan en á fimmtudaginn kemur næsta Reykjavík Makeup Journal út og mér finnst eiginlega alveg magnað að það næsta sé strax komið út.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem við höfum nú þegar fengið, þetta verður vonandi bara góð meðganga og ég hef sett mér það markmið að ég ætla að reyna að njóta hennar í botn.

EH

Þvílík fegurð <3

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Ragna Björk

    8. February 2015

    Innilega til hamingju! :-)

  2. Brynja Sóley

    8. February 2015

    Innilega til hamingju! dressið alveg smellpassar við kúluna :)

  3. Sigrún

    8. February 2015

    Innilega til hamingju☺️ ég notaði einmitt svona kjól mikið á minni meðgöngu

  4. Guðrún Kristín Kristins

    8. February 2015

    Til hamingju með krílið!

  5. Karen Andrea

    8. February 2015

    Innilega til hamingju með gleðikúluna :)

  6. Elísabet

    8. February 2015

    innilega til hamingju :) fæ alltaf smá bumbusakn þegar èg sè svona flottar bumbu myndir :D

  7. Brynja Guðnadóttir

    8. February 2015

    Ynilega til hamingju bæði tvö :)

  8. Sunna Dís Másdóttir

    8. February 2015

    Hjartanlega til hamingju – og njóttu meðgöngunnar! (en samt ekki skamma sjálfa þig í huganum ef eða þegar þú nýtur hennar ekki!). Og vittu til, allt þetta fólk sem segir að þetta líði hraðar í seinna skiptið hefur óhugnanlega rétt fyrir sér :P

  9. Hulda Halldóra

    9. February 2015

    Til hamingju elsku sæta! xx