Við Helgi skelltum okkur á Modeblogprisen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi ásamt henni Aþenu vinkonu Helga, og skemmtum okkur öll konunglega. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað þetta vr flott og hvað var mikið gert úr þessum verðlaunum. Þarna var komið saman allt helsta fólkið úr tískubransanum í Kaupmnannahöfn og ég varð dáldið starstruck þegar ég kom auga á hana Stine Goya sem er uppáhalds danski fatahönnuðurinn minn. Það var eflaust fínn undirbúningur samt þar sem ég átti von á að það myndi líða yfir mig af aðdáun þegar ég sé hana baksviðs á sýningunni hennar annað kvöld…
En við skelltum okkur auðvitað í smá dress myndatöku – frábært að vera með svona æðislegan ljósmyndara hér í Kaupmannahöfn;)
Eins og ég var búin að segja ykkur þá var ég nú tilbúin með öll dressin fyrir Köben – hins vegar hafði ég ákveðið að vera í svörtum pinnahælum við samfestinginn. Það varð þó að breytast þegar ég sá slabbið á götunum hér í Kaupmannahöfn og því fengu þessir skór að koma með mér heim úr H&M fyrir bara 100 kr ;)
Leðurjakki: VILA
Hvítur dragtjakki: VILA
Betty Blue samfestingur: VILA
Skór: H&M
Hálsfesti: H&M
Förðun: L’Oreal
Leðurjakkinn eru líka ný kaup en hann fékk ég í Vila hér í Kaupmannahöfn en þangað fór ég til að sjá hvort það væri eitthvað til í búðinni sem ekki hefði komið til Íslands. Ég kolféll á staðnum fyrir þessum fullkomna jakka sem ég hef leitað eftir í mörg ár! En hann kostaði smá peninga sem útskýrir eflaust afhverju hann hefur ekki komið til landsins. Ó hvað ég vildi að fleiri gætu þó átt kost á að eignast hann því ég veit um svo margar stelpur sem eru eins og ég, langar mikið í biker jakka en það er aldrei neinn nógu góður…
Þessi er úr ekta leðri – hér eru meiri detail myndir…
Annars fer voða vel um mig í Köben, við Helgi fórum saman á opnunarsýningu tískuvikunnar í gær hjá Whiite og í kvöld er það Wood Wood sýningin þar sem ég fæ líka að fara baksviðs ;)
Seinna í dag sýni ég ykkur svo örfáu myndirnar sem ég gat tekið á verðlaunahátíðinni sökum erfiðrar lýsingar og segi ykkur frá sigurvegurunum.
EH
Skrifa Innlegg