Síðustu dagar hafa einkennst af miklum hraða, fjöri og nýjum tækifærum en ég byrjaði í nýrri vinnu í lok síðustu viku. Svo ég verð að biðjast afsökunar á fjarveru minni hér síðustu daga en þið kannski kannist mörg hver við svona að þegar maður byrjar í nýju starfi þá hverfur tíminn bara því það er svo mikið nýtt!
En í síðustu viku leið mér svo sannarlega eins og vorið væri að koma þó ég sé mögulega ekki alveg jafn bjartsýn í dag. En mig langaði að deila með ykkur dressi síðasta miðvikudags. Ég tók mig þá til til að fara að skoða nýju skólinuna frá Caroline Berg Eriksen í Bianco og ákvað að dressa mig svona kasúal fínt – þetta dress mun svo líka nýtast mér vel í vinnunni – ekta ég ;)
Peysa: Noisy May frá Vero Moda, peysan er því miður uppseld. Það sem ég elska þessa gersemi, hún er svo þétt í sér svo á fallegum og hlýjum degi þá er hún alveg nóg sem yfirhöfn – svona þegar maður er bara að stökkva útúr bíl inní búð eða Kringlu eins og á þessum degi hjá mér. Þessa hef ég notað mikið og ég mun nota mikið. Ég hef keypt mér nokkrar svona peysu-kápur ef svo má kalla inní Vero Moda og ég hef notað þær allar mikið og sérstaklega bara heima við á kvöldin þegar kuldinn lítur við í heimsókn.
Skyrta: Noisy May frá Vero Moda, þetta er svona ein af þessum klassísku svörtu, gegnsæju blússum sem er svo gott að geta gripið í. Ég er nú enn með barn á brjósti svo mér finnst gott að vera í lausum skyrtum sem er þægilegt að hneppa niður og toga til þegar barnið krefst þess. Stundum líður mér eins og ég sé ókrýnd skyrtudrottning landsins þar sem ég klæðist þeim nánast á hverjum degi og síðasta talning var ansi há… En svona svartar skyrtur eru ómissandi í hvern fataskáp – ég á þrjár… ;)
Buxur: Seven frá Vero Moda, loksins, loksins, loksins! – fengum við ekta bláar gallabuxur úr þykku og þéttu ekta gallaefni. Mikið var ég búin að bíða spennt eftir svona gallabuxum inní VM og þær komu og það sem ég er búin að nota þessar. Ég átti engar ekta bláar gallabuxur – eða engar sem passa lengur alla vega.
Skór: Bianco, hjálpi mér þetta eru þægilegustu skór sem ég hef á ævi minni stigið fæti í! Ég bara bið ykkur vinsamlegast um að fara og skoða þessa skó betur því ég fer ekki úr mínum og kippi þeim alltaf með í vinnuna því þeir eru fullkomnir að hoppa í þegar ég er í ákveðnum verkefnum. Ég greip þessa með mér á Konukvöldið í Smáralind í síðustu viku og skipti í þá þegar líða fór á kvöldið sem var frábært svo mér leið svo vel í löppunum í öllum fráganginum eftir kvöldið – það er ekki alltaf þannig þegar maður er búin að vera á fullu í 6 tíma á gólfinu í Smáralind. Þessir eru á 9990kr og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn af þeim líka!
Hattur: Lindex, mikið er ég búin að leita af svona fínum hatti og augu mín fönguðu þennan einn daginn þegar ég rölti um Kringluna. Ég labbaði beint inní búðina og keypti hann, hann passaði svona fínt og verðið skemmdi ekki fyrir – 3800kr. Svona hattar hafa að sjálgsögðu verið mjög áberandi í götutískunni undanfarið og það má með sanni segja að ég hafi fallið fyrir trendinu og tek nú fagnandi á móti því með þessu fallega höfuðfati!
Ég er voða mikið svona á venjulegum degi, þetta dress er mjög kasúal fyrir mig – gallabuxur, skyrta og peysa yfir. Svo á ég alls konar skyrtur og peysur til að skipta fram og til baka – þetta er dáldið minn stíll.
Erna Hrund
Skrifa Innlegg