fbpx

Annað Dress

Það er svo miklu skemmtilegra að velja föt til að fara í á morgnanna þegar maður er nýkomin frá útlöndum og með nóg af nýjum flíkum til að velja úr.

Þið munið eflaust einhverjar eftir matching dressinu mínu – HÉR – sem lesendur voru ekki á sama máli um hvort væri flott eða ekki. Ég notaði í fyrsta sinn skyrtuna við aðrar buxur en þær sem eru úr sama efni í síðustu viku og það kom svona svakalega vel út eins og nokkrar ykkar höfðu bent mér á að gera.annasdress2

Leðurjakki: VILA (kemur mjög líklega til Íslands!)
Skyrta: Selected
Buxur: Pieces (Kastrup)
Skór: Din Sko

Fann þessar sjúklega fínu buxur í versluninni Pieces á Kastrup á aðeins 250 dk. Þær eru kolsvartar, mattar og með rifu á hnjánum er það ekki annars flott í dag :) Þetta er Just Jude týpan sem fæst hér heima í Vila. Þetta er ein af fáum flíkum sem ég hef aldrei prófað í búðinni – ég er stundum svo löt við að máta ég gerði það ekki einu sinni þegar ég keypti þessar en ég spurði bara afgreiðslustelpuna hvort ég passaði í s/m ef ég væri í M í Vila buxum og 38 í Selected buxum. Hún svaraði játandi og hafði rétt fyrir sér buxurnar smellpassa. Ef þið eruð eins og ég og viljið að buxur nái upp fyrir nára – helst bara rétt undir nafla þá eru þetta buxur fyrir ykkur.

annaðdress3 annaðdress6Hér sjáið þið betri mynd af nýju uppáhalds skónnum mínum sem ég er ekki búin að fara úr síðan ég keypti þá. Ég var með það markmið fyrir ferðina út að finna nákvæmlega svona svarta skó sem ég gæti notað bæði hversdags og spari. Ég fann enga svona skó í Kópmannahöfn þó ég hafi leitað í hverri einustu skóbúð á strikinu og þar í kring. Á laugardeginum fór ég í dagferð til Malmö og í fyrstu búðinni sem ég fór inní blöstu þessir fínu skór við mér á 299 sek. sem eru tæpar 6000 kr!

Þegar mamman var að láta pabbann taka myndir af dressinu voru sumir ekki parhrifnir að vera skildir útundan og röltu til mömmu sinnar og fengu að vera með á nokkrum myndum.

annaðdress2 annaðdress5Stoltið mitt eina er nýfarinn að labba – það krúttlegasta sem ég hef séð þegar svona lítil börn eru farin að kjaga áfram. Það er líka ótrúlegt að hugsa hvað tíminn er fáránlega fljótur að líða litla krílið mitt sem fæddist í gær er farinn að rölta um.

Ný vinnuvika á morgun, spennandi verkefni og ný tækifæri – það er um að gera að hugsa jákvætt, brosa framan í heiminn og fá stórt bros frá honum tilbaka.

EH

Nýtt í fataskápnum: Munstur*

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    9. February 2014

    Í hvaða búð í Malmö keyptir þú skónna? :)
    Ps. Æðislegt blogg :)