fbpx

Annað Dress

Annað DressLífið MittMACOrobluVarir

Á fallegu fimmtudagskvöldi fórum við kærustuparið á rómantíska tónleika hjá Sinfóníunni þar sem flutt var tónlist úr þekktum kvikmyndum. Mér finnst svo gaman að fara á Sinfóníuna ekki bara til að hlusta á fallega tónlist heldur finnst mér bara líka svo gaman að fylgjast með hljóðfæraleikurunum:)photo copy 2Ég klæddist:

Kjóll: Hugo Boss
Sokkabuxur: Different, Oroblu
Skór: Zara
Hálsmen: Just Female, MAIA
Varalitur: Retro Matte lipstick Relentlessly, MAC

Kjólinn á ég reyndar ekki en mér finnst ég eiga helling í honum. Ég fann hann í Boss outlettinu í Skeifunni fyrir tæpum 4 árum síðan. Ég átti ekki pening til að kaupa hann svo úr varð að tengdamamma mín keypti hann. Um daginn fékk ég hann svo lánaðann og ég er ekkert svo viss um að ég skili  honum aftur:)

EH

 

Ráð við erfiðri húð - videoumfjöllun

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Helga Haralds

  24. November 2013

  Þessi skór eru æði, eru þeir nýjir?

 2. Pattra S.

  24. November 2013

  Kjóllinn er ÆÐIslega flottur og þú falleg í honum :)

 3. Sirra

  25. November 2013

  Vá hvað þú ert sæt og fín!!

 4. Ásdís

  25. November 2013

  Hárið á þér er svo ótrúlega fallegt! Er það litað? Má ég spyrja hvar þú ferð í klippingu? :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. November 2013

   Takk fyrir það:) Ég hef sjálf verið að lita það undanfarið með heimalit frá L’Oreal sem heitir Sublime Mousse en hann var reyndar að hætta en það voru að koma nýjir litir sem ég er mjög spennt að prófa:)

   En annars er það bara hún Fía á Sjoppunni sem fær að koma nálægt mínu hári – mæli eindregið með henni:D