fbpx

Annað Dress

Annað Dressmakeup

Nú finnst mér þetta bara farið að koma gott – bumbulega séð:) Ég átta mig bara ekki á því hvað kúlan er orðin stór fyr en ég sé hana á myndum. Í gær átti ég dásamlegt kvöld með nokkrum af mínum bestu, það var kjaftað og hlegið langt fram eftir kvöldi og bumbi litli fékk dásamlega fallegar gjafir – takk fyrir okkur aftur elsku Harmóníu drottningarnar mínar***

Jakki: Cubus
Skyrta: Monki
Lærasokkar: Oroblu
Skór: Vagabond

Nú er ég komin tæpar 34 vikur og staðan er þannig að ég passa bara í jogging buxur og bómullarleggings – í síðustu viku fann ég fyrst fyrir því að sokkabuxurnar voru farnar að rúlla niður þegar á meðan ég sat – svo í gær ákvað ég að prófa að fara í lærasokka yfir meðgöngusokkabuxurnar mínar. Meðgöngusokkabuxurnar sem ég nota eru frá Oroblu og þær ná alveg uppundir bringuna hjá mér og eiginlega rúmlega það, þær gefa ótrúlega góðan stuðning og móta kúluna svo hún fær fullkomið lag – mæli hiklaust með þeim. Lærasokkarnir eru svo með sílikonrönd svo þeir leka ekki niður þó svo ég setji þá yfir aðrar sokkabuxur. Algjör snilld og nú er bara um að gera að sanka að sér fleiri lærasokkum sem betur fer á ég nú reyndar nokkrar til skiptana.

Þegar kom að makeup-i kvöldsins ákvað ég að nu væri kominn tími til að taka haustlúkkið alla leið svo ég setti nóg af kinnalit á kinnarnar – ég notaði Marilyn litinn minn frá MAC sem er ljós peach litaður og þar sem hann er frekar ljós þá setti ég alveg nokkrar umferðir á kinnarnar. Hvet ykkur til að prófa að missa ykkur aðeins í kinnalitnum!

EH

Úr Dagförðun í Kvöldförðun

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Kristín

    11. November 2012

    Þú varst svo falleg og fín! Takk fyrir yndislega skemmtilegt kvöld <3

  2. Steinunn Edda

    11. November 2012

    Vildi að ég hefði náð að koma og knúsa þig og BUMBA :( sætust LOVE

  3. Elín Lovísa

    11. November 2012

    Þú ert nú meiri bjúddarinn! Takk fyrir æðislegt kvöld! get ekki beðið eftir næsta og hafa lítinn töffara með þá xx

  4. Jara

    11. November 2012

    Já, ég segi það! Er þetta ekki bara komið gott – bumbulega séð ;)