fbpx

Andlitið skyggt með Studio Sculpt frá MAC

Ég Mæli MeðHúðJól 2014Lífið MittLúkkMACMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSýnikennslaTrend

Ég veit ekki hvort einhverjar ykkar tóku sérstaklega eftir því hvernig ég mótaði andlitið í færslunni sem ég gerði um hátíðarlínuna frá MAC en mig langaði að segja ykkur aðeins betur frá púðrunum sem ég notaði.

En sumsé þegar ég prófaði nýju hátíðarvörurnar frá MAC nýtti ég tækifærið og prófaði þessi skemmtilegu mótunarpúður. Ég er nú ekki mikill aðdáandi skarpra skygginga eða þegar andlitin eru eiginlega bara teiknuð á fólk með þeim – sbr Kardashian skyggingin. Svoleiðis mótun hentar okkur ekki dags daglega og það er svo auðvelt að ganga og langt í þannig efnum og enda á því að missa öll persónueinkenni andlitsins. Ekki misskilja mig ég er alveg hrifin af því að móta andlitið og nota það hvernig ljósir og dökkir tónar geta spilað skemmtilega saman en allt er gott í hófi :)

Mig langaði að sýna ykkur aðeins hvernig ég fór að við verkið…

heirloommix15

Hér sjáið þið sumsé lokaútkomuna fyrir förðunina sem hófst svona…

sudiosculpt5

Farða nota ég til að grunna andlitið til að gera fullkominn grunn til mála ofan á. Mér fannst skemmtilegt hvernig mér var kennt að þegar við erum að grunna andlitið t.d. með farða, hyljara, bb eða cc kremi þá erum við að búa til hinn fullkomna striga til að mála ofan á – æjj það er eitthvað við þessa líkingu sem mér þykir alltaf meika mikið sens!

sudiosculpt8

En svo tók ég fram skyggingarpúðrin en ég hef alltaf verið persónulega hrifnari af því að nota matta liti í andlitsskyggingar sérstaklega dags daglega – glimmer fær að njóta sín á kvöldin og um helgar.

Púðrin eru úr nýrri haustlínu sem fæst nú hjá MAC sem inniheldur nokkra mismunandi litir af Studio Sculpt Powder og eiga að auðvelda okkur skygginarverkið. Línan er einföld og skemmtileg og alveg í takt við trend í förðunum í dag sem þið hafið vafalaust tekið eftir. Ég er mjög ánægð með vörurnar en þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa svona sérstakar mótunarvörur frá merkinu.

Samspil þessara tveggja lita nota ég til að ýkja mína andlitsdrætti, ég er mjög lítið að reyna að breyta einhverju því ég er bara nokkuð sátt með uppbygginguna mína – en það má alveg ýkja smá og bara að muna að blanda, blanda, blanda. Á þessari stórkostlegu mynd getið þið séð hvar ég nota hvort púðrið en þetta listaverk var ekki gert í paint að þessu sinni heldur hefur undirrituð aðeins update-ast í teikniforritum.

sudiosculpt10

Ég nota bara mjög þéttan púðurbursta í púðrin því Studio Sculpt Powder eru mjög þétt púður og þá finnst mér gott að nota þessa stóru þéttu í verkið. Svo nota ég alltaf hringlaga hreyfingar til að buffa púðrið saman við grunninn svo útkoman sé náttúrúlegri og mér finnst útkoman mjög góð. Í efni fyrir þessa mótunarlínu er mælt með púðurbursta nr. 127 í verkið – ég á hann reyndar ekki en af myndum af dæma er ég sammála ráðleggingunni. Í línunni er líka einum alveg einstaklega furðulegum en stórskemmtilegum maskara stillt upp með púðrunum og burstanum – ég ætla að gefa honum sér færslu á næstunni, hann er þess verðugur.

sudiosculpt2

Hér er ég með púður yfir öllu andlitinu en af því ég passaði að blanda, blanda, blanda þá næ ég að hafa áferð húðarinnar frekar létta og fallega. Mér fannst ótrúlega auðvelt að nota þessi púður og ég er búin að nota þau mikið síðan ég tók þessar myndir. Dökki liturinn er til dæmis fullkominn í skyggingarnar mínar dags daglega og þá í staðin fyrir sólarpúður og liturinn og áferðin á púðrinu henta mjög vel. Eins og ég segi hér að ofan finnst mér mattir litir yfirleitt koma betur út og þá reyni ég að nota helst yfir daginn – það er hins vegar ekki mjög auðvelt að finna svona dökka matta liti en nú vitið þið alla vega af þessu!

sudiosculpt

Contouring þarf ekki að vera ýkt og eins og Kim gerir hana til að hún geri sitt og virki vel – það er gott að fara varlega í svona og bara prófa sig áfram með réttum verkfærum. Falleg skygging getur gert heilmikið fyrir áferð húðarinnar og frískað uppá yfirborð hennar sem sést vel á muninum á milli mynda hjá mér þó mér finnst ég nú alltaf saman voðalega fín bara au natural ;)

Þessi fínu púður fást hjá MAC hér á landi og ef þið eruð spenntar fyrir þeim hvetjið þá dömurnar í búðunum til að lauma að ykkur nokkrum góðum trixum um hvernig má nota þau – svona í kaupbæti.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Einn dagur, tvö dress!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Eyrún Sævarsdóttir

    29. November 2014

    Hvernig bursta notaðir þú í þessar skyggingar? :)

  2. Aldís

    30. November 2014

    namm.. langar að prófa þessa ;)

    ..hef verið að leyta mér að svona skyggingasetti // takk fyrir þetta

  3. Ylfa Rós

    3. December 2014

    Númerið hvað er dekkra púðrið sem þú notaðir?

  4. Bríet Kristý

    17. March 2015

    Ég væri ofboðslega til í að vita hvaða liti þú varst að nota hérna? :)