fbpx

Alþjóðlegi Alnæmisdagurinn

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirMACmakeupVarir

Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá neinum að MAC er með Viva Glam varaliti og gloss til sölu – allur ágóði af sölu varanna fer í sjóð sem heitir MAC Aids fund sem er einn sá stærsti í fararbroddi í barátturnni gegn HIV og alnæmi.

Á laugardaginn verður haldið uppá Alþjóðlega alnæmisdaginn í verslun MAC í Kringlunni og fullt af flottu fólki ætlar að leggja MAC artistum lið við að gera þennan dag hátíðlegan.

Klukkan 15:00 verður svo Einari Þór Jónssyni afhent ávísun uppá 2.500.000 kr úr sjóðnum sem er allt peningur sem kemur af sölu Viva Glam hér á Íslandi. Svolítið flottur árangur finnst mér!

Ég vona að sem flestar geri sér ferð í MAC verslun um helgina og styrki frábært málefni því:

  • 1 Viva Glam varalitur kaupir mánaðar birgðir af mat fyrir munaðarlaust barn í Kína.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir næt lyf til að hindra HIV smit frá móður til barns fyrir 2 börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir skólabækur fyrir 7 HIV smituð börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir ársbirgðir af lyfjum fyrir fullorðinn með HIV smit í Zimbabwe.

Er Viva Glam varalitur ekki líka bara sniðug jólagjöf – mætti segja að þetta sé gjöf sem gleður fleiri en bara einn:)

EH

Gull eða Demantar

Skrifa Innlegg