Það er ótrúlegt hvað það breytist margt hjá manni þegar maður verður foreldri. Allur hugsunarhátturinn minn hefur gjörsamlega breyst og ég kaupi ekki neitt sem viðkemur barninu mínu án þess að vera búin að pæla vel í því. Það á við um fæðu, hreinsiefni, snyrtivörur, föt og að sjálfsögðu bleyjur.
Ég fæ stundum fyrirspurnir tengdar sæta syni mínum og hvað ég hef verið að nota fyrir hann svo mér datt í hug að barnatengdar vörur geti verið skemmtileg viðbót inná síðuna mína. Fara inní það að vera mömmubloggari – ásamt förðuninni og tískunni.
Mér fannst það mjög stór ákvörðun þegar kom að því að velja bleyjur fyrir Tinna og ég hef held ég alveg örugglega prófað flestar bleyjurnar sem eru fáanlegar á íslenskum markaði. Sumar eru fínar, aðrar eru hræðilegar en ég geri miklar kröfur um það að bleyjurnar séu með mjög góðum lekavörnum. Ég á lítinn dreng sem ég held að geri stundum í því að kúka sem oftast á dag bara til að hrekkja mömmu sína. Bleyjur eru nú alls ekki ódýrasta varan sem fæst útí búð og þegar maður fer með sirka 4 pakka af bleyjum á mánuði þá fer maður aðeins að pæla meira í hlutunum.
Ég hef sagt ykkur frá mömmuhópnum mínum nokkrum sinnum. Fyrir einhverjum mánuðum síðan varð allt vitlaust í hópnum okkar útaf bleyju tilboði sem var á hópkaup.is. Þá var verið að selja pakka af bleyjum sem við höfðum aldrei á ótrúlega fínu verði. Þær kepptust um að kaupa sem mest af bleyjupökkum en sjálf hafði ég ekki nógu hraðar hendur og missti af tilboðinu. Ég vissi ekkert um bleyjurnar þá og fannst þetta kannski ekki vera mikill missir. Í dag veit ég þó betur.
Eflaust muna einhverjar mömmur hérna eftir þessu frábæra bleyjutilboði. En bleyjurnar sem ég er að tala um nefnast Bambo og fást t.d. í versluninni Rekstrarland í Skeifunni. Skvísurnar í mömmuhópnum mínum kepptust allar við að lofa þessar blessuðu bleyjur hástert og einhverjum hafði reiknast til að þetta væri það merki sem biði uppá mest magn af bleyjum í pakka og þetta væri ódýrasta stykkjaverðið á bleyjum á Íslandi, alla vega um mitt síðasta ár.
Ég sló til og ákvað að lesa mér meira til um þessar bleyjur. Það fyrsta sem ég sá var að þær eru svansmerktar. Ef þið þekkið til þessarar merkingar þá mega bleyjur sem eru með svansmerkingu ekki innihalda bleikiefni eða ilmefni, það verður að vera lágmörkun óendurnýjanlegs framleiðsluúrgangs í framleiðsluferlinu, þær innihalda engin mýkingarefni og þær verða að inihalda endurnýjanleg hráefni. Fyrir utan svansmerkinguna þá eru Bambo bleyjurnar með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Loks þá eru bleyjurnar ofnæmisprófaðar.
Síðan ég las mér til um þessa kosti Bambo hef ég reynt að gera það að markmiði að kaupa þær helst. Auðvitað kemur uppá að það vantar bleyjur og það er ekki hægt að kaupa Bambo þar sem þær fást bara á einum stað í Rekstrarlandi í Skeifunni.
Á mínu heimili eru keyptir nokkrir bleyjupakkar í einu…
Svo er annað sem ég er svo ánægð með. Aftur verð ég að minnast á það að ég á dáldið mikinn kúkakall. Ég get ekki talið skiptin þar sem drengurinn hefur klárað allar belyjurnar sem ég hef verið með í bleyjutöskunni hans og svo kemur ein bleyja í viðbót. Svo eru það þessi skipti sem ég hef hreinlega gleymt bleyjutöskunni. Hingað til hefur það endað með því að ég hef þurft að kaupa heilan pakka af bleyjum þrátt fyrir að þær vanti bara alls ekki. Um daginn kom einmitt uppá að bleyjurnar gleymdust heima og kúkableyjan kom. Ég kíkti inná Olís sem var næsta verslun og mér til mikillar hamingju var hægt að kaupa þrjár bleyjur í pakka og vitiði hvað – það voru Bambo bleyjur. Stundum þarf lítið til að gleðja eina mömmu þetta bjargaði alla vega skapinu mínu þá stundina. Ég ákvað einmitt þá að ég þyrfti að segja ykkur bæði frá þessum bleyjum og því að það væri nú loksins hægt að kaupa bara nokkrar bleyjur í einu. Minnir að pakkinn af þessum þremur bleyjum hafi kostað um 250 kr. ég man það þó ekki alveg.
Bleyjurnar halda vel í sér vökva, mér finnst eins og Tinna finnist þær þægilegar, þær eru frekar þunnar og þess vegna kemur á óvart hvað geta haldið miklum vökva, þær eru mjúkar og þær eru voðalega krúttlegar. En á þeim, eða alla veg stærðinni sem Tinni notar þá er stór og sætur brúnn bangsi sem er framan á bleyjunum og svo aftan á þeim sést aftan á bangsann.
Ég og margar af mínum mömmu vinkonum mælum með þessum ;)
EH
Skrifa Innlegg