fbpx

Á óskalistanum: Honka Donka

Á ÓskalistanumFallegtFyrir HeimiliðÍslensk HönnunLífið MittNetverslanir

Ég átti einn alveg yndislegan dag um daginn, ég tók mér frí frá vinnu eftir hádegi á miðvikudaginn af því ég þurfti að vinna um kvöldið og fór í smá búðarráp með einni góðri. Við Svana Lovísa og hinn einstaklega fallegi og yndislegi Bjartur Elías nutum okkar í góðu veðri og í spjalli við skemmtilegt fólk. Ein af verslununum sem við heimsóttum er nýopnuð verslun Snúran.is sem er staðsett í Síðumúla. Það er hin dásamlega Rakel sem rekur verslunina og búðin er ekkert smá flott – hún Rakel er með svo góðan smekk og að koma þarna inn – mig langaði helst bara að búa þarna.

Ein af ástæðum fyrir því hvað ég hreyfst svakalega af búðinni er sú að þar stóðu þó nokkur eintök af einum þeim fallegasta blómavasa sem ég hef séð og hefur verið lengi á óskalistanum mínum – Honka Donka frá Finnsdóttir.

Ég er með algjört blæti fyrir blómavösum þessa stundina… Veit ekki hvað það er almennilega en mér finnst bara fátt jafn gaman og að vera með falleg, lifandi blóm inná heimilinu og þá fallega vasa til að setja þau í…

11079618_1098829646797690_6042805301738278249_n

Hér sjáið þið vasann dásamlega – hvíti er að sjálfsögðu tímalaus en ég er lúmskt skotin í blágráa litnum líka finnst hann dáldið sérstakur og skemmtilegur. Krúsin frá Finnsdóttir sem sést á myndinni finnst heima hjá mér en ég fékk hana í jólagjöf frá foreldrunum. Mér finnst hún heldur einmanna og hana vantar félagsskap frá öðrum vörum frá þessu skemmtilega merki ;)

Screen Shot 2015-04-04 at 9.34.39 AM

Svartur er líka dáldið töff… Þetta gerist samt alltaf fyrir mig þegar mig langar í eitthvað sem er til í fleiri en einum lit fæ ég alltaf valkvíða og þarf að láta aðra velja litinn fyrir mig – kannast einhver við það sama?

11083861_1090760010937987_8642616857729661116_n 10294364_1097419246938730_6841470798973329931_n

Fallegur finnst ykkur ekki? Myndirnar eru fengnar að láni frá Instagrami og Facebooki Snúrunnar @snuranis – mæli með að þið fylgist með þar því myndirnar eru svakalega flottar þó þær séu sérstaklega hættulegar því maður heillast auðveldlega af fegurð munanna á myndunum :)

Þessi fallegi vasi er á óskalistanum og ratar jafnvel á brúðkaupsgjafalistann en ég sá að verslunin er farin að bjóða væntanlegum brúðhjónum uppá að gera lista hjá sér. Mér finnt það virkilega sniðugt og gaman að það sé að bætast í úrval verslana sem bjóða uppá þennan möguleika. Við Aðalsteinn tökum rúntinn á milli búða í haust fyrir okkar brúðkaup en ég á reyndar eftir að bera vasann undir hann, ég veit ekki alveg hvað hann mun segja því við erum sjaldan sammála með svona – en ætli það sé kannski ekki gott bara og merki um farsælt samband og hjónaband við erum svo vön því að vera ósammála svo við erum ágæt í að gera málamiðlanir!

En mikið vona ég að þið munið njóta dagsins í dag með ykkar fólki. Hér verða borðuð páskaegg þó líklega meira bara innihaldið þar sem enginn í fjölskyldunni er sérstaklega mikið fyrir súkkulaði. Svo geri ég ráð fyrir því að við munum horfa dáldið á dásamlega björninn Paddington en myndin var að koma út á DVD og Tinni Snær fékk hana í páskagjöf og er hæst ánægður. Myndin er yndisleg fjölskyldumynd og ég mæli eindregið með henni fyrir fólk á öllum aldri.

Gleðilega páska!

EH

Lífrænar hárvörur prófaðar!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    5. April 2015

    Þurfum að taka svona dag aftur!:) Ég á einmitt svona vasa í hvítu og ELSKANN, skelltu honum á brúðkaupsóskalistann!
    x Svana

    • Já ég ætla sko að gera það! Þarf samt að gera það einhvern vegin án þess að Aðalsteinn sjái það mig grunaði rétt honum finnst hann ekki flottur… ;) En ég er alltaf game – hlakka til næsta hittings <3

      • Anna Kristin

        5. April 2015

        Gerðu bara eins og ég….ég bað um hann í afmælisgjöf fyrir 2 árum, fékk hann ekki en fékk pening og keypti mér hann bara sjálf ;) Reynari fannst hann hræðilegur fyrst en eftir að þurfa að horfa á hann á stofuborðinu í 2 ár elskar hann hann hahaha….

  2. Elísabet Gunnars

    6. April 2015

    Ég á líka svona vasa – elska hann!