fbpx

Á Óskalistanum

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðMaskarar

Vinkona mín benti mér á maskara um daginn sem ég féll samstundis fyrir. Maskararnir eru frá merki sem nefnist Eyeko og þeir koma í túbu. Á því sem ég hef lesið mér til um um þessa maskar þá virðist formúlan vera svipuð en það eru burstarnir sem eru mismunandi.

Eyeko merkið er breskt og maskararnir hafa unnið til þónokkurra verðlauna. Meðal makeup artista sem nota maskarana eru Lisa Eldridge og Pixiwoo systurnar.

Svo er líka hægt að kaupa svona sett af 3 mismunandi burstum – þetta eru líklega vinsælustu burstarnir. En þá kemur s.s. formúlan í túbu og svo 3 burstar og utan um þá eru glær hylki svo það sé hægt að geyma þá á góðum, hreinum stað þegar maður er ekki að nota þá.Nú þarf ég að treysta á eBay eða Asos til að færa mér ef til vill einn af þessum möskurum heim til að prófa. Mér líst eiginlega best á þykka burstann – minnir svolítið á upprunalega Colossal burstann frá Maybelline.

Ég er alveg viss um að ef það væri ekki fyrir það að formúlan kæmi í túbu þá þætti mér þessir maskarar ekkert meira spennandi en margir aðrir – en ætli þetta sé ekki hentug leið til að vera alltaf með á hreinu hvað er mikið eftir af maskaranum;)

EH

Tískufréttir og maskari

Skrifa Innlegg