fbpx

6 nýjir mattir varalitir frá Maybelline

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínTrendVarir

Það er nú ekki sjálfgefið að finna hér á landi góða matta varaliti hjá ódýrari snyrtivörumerkjum – ekki misskilja mig ég er ótrúlega ánægð með úrvalið í þeim deildum en mér hefur lengi einmitt fundist vanta akkurrat flauelsmjúka og matta varaliti þar. Það eru þó til auðvitað svona Superstay litir sem koma í eins konar gloss formi – en mér finnst það þó ekki alveg eins. Auðvitað er einn og einn svona inná milli en ég vil alltaf meira og betra úrval – og nú hefur Maybelline svarað því kalli mínu og ábyggilega kalli sem fleiri hafa látið frá sér.

Núna voru sumsé að koma varalitir sem heita Color Drama og eru í blýanta formi – hér sjáið þið nokkra litir úr línunni…

colordramacollage

Litirnir eru samtals 6 (það eru þó tveir í viðbót væntanlegir) og eiga það allir sameiginlegt að vera með sérstaklega sterkum pigmentum, gefa þétta áferð og endast fáránlega lengi. Ég var með þennan dökka á mér frá því klukkan 2 til miðnættis á Miðnæturopnun Smáralindar á fimmtudaginn var.

colordrama

Blýantarnir eru rosalega þægilegir í notkun en ég mæli þó með því að þið nuddið aðeins oddinum á blýantinum á handabakið áður en þið notið þá fyrst svo þeir verði mýkri – þá verður áferðin líka alveg jöfn því oddurinn í nýjum svona blýant er flatur og þá er getur liturinn orðið ójafn og líka bara aðeins óþægilegri að bera á varirnar. Svo er einn galli við þá – það fylgir ekki yddari með en margar förðunaráhugamanneskjur eins og við eigum nú nokkra svoleiðis í snyrtibuddunni :)

Ég skellti að sjálfsögðu í litaprufur með öllum litunum sem fást og þær sjáið þið hér:

colordrama2

Minimalist nr. 140

Eini liturinn sem er ekki alveg hreinn í línunni því eins og þið sjáið þá er dáldil sansering í áferðinni. Mér finnst hún samt ekki skemma fyrir en þrátt fyrir áferðina í litnu verður þessi litur líka alveg mattur.

colordrama3

Nude Perfection nr. 630

Einn fullkominn nude litur – er þessi ekki líka dáldinn Kendall Jenner litur? Ekta 90’s litatónn sem er fullkominn við flotta kvöld augnförðun. Liturinn hentar klárlega til daglegrar notkunar eða að kvöldi til til að tóna niður varirnar þegar augun eiga að vera í fókus.

colordrama4

Light It Up nr. 520

Einn alveg eðal hátíðlegur og rauður litur. Þessi er ekkert alveg sérstaklega hlýr sem ég kann að meta.

colordrama5

Fuchsia Desire nr. 150

Bleiki liturinn er sá sem er næstur í uppáhaldi hjá mér – alveg sérstaklega skemmtilegur og kaldur litur en þannig vil ég að bleiku litirnir mínir séu.

colordrama6

Fab Orange nr. 410

Hér er litur sem er svona elektrik orange tónn – hrikalega skemmtiegur og alveg hreinn litur – glöggir taka þó eftir að ég var aðeins að flýta mér og breiddi ekki alveg nóg úr litnum á miðju neðri varanna – flott ég :)

colordrama7

Berry Much nr. 310

Hér er klárlega uppáhalds liturinn minn – kemur það einhverjum á óvart. Annað sem er sjaldgæft hjá þessum ódýrari merkjum eru svona dökkir varalitir og þessu er bara fullkominn og verður mikið notaður hér framvegis – mögulega nýji signature liturinn minn:)

Það er dáldið skemmtilegt að sjá þegar maður rennir yfir svona myndir af sjálfum sér hvað litirnir geta breytt manni mikið. Ég sé líka alltaf hvað fer mér sjálfri best og mér finnst það helsti þessir áberandi litir – nude litir eru góðir með en ég nota þá sjaldan. Ég veit ekki alveg afhverju mögulega er útskýringin að ég er bara svo sjúk í dökka liti að hinir mæta afgangi.

Mæli með að þið kíkið á Color Drama litina – mæli eindregið með þeim, lita úrvalið er líka mjög breytt eins og þið sjáið og maður getur alltaf á sig varalitum bætt sérstaklega þegar verðið er svona extra gott!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jean Paul Gaultier mætir í Lindex á morgun!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

18 Skilaboð

 1. Helga Vala

  8. October 2014

  Úlalla Berry Much er æði hann fer sko í safnið fyrir veturinn;)

 2. Elsa Björk Einarsdóttir

  8. October 2014

  Ohh þessir litir eru æði! Mig langar í þá alla. Eru þeir komnir í apótekin og/eða Hagkaup?

 3. Sveinsdætur

  8. October 2014

  Nude perfection er mega!

 4. elísa

  8. October 2014

  eru þeir komnir í búðir?

 5. Kristrún Gunnarsdóttir

  8. October 2014

  Èg verð að eignast Berry Much, ekkert smá flottur !

 6. Birna Bryndís

  8. October 2014

  vá en fínir, ég er líka búin að vera að bíða eftir þessum típum aðeins ódýrari! held ég skelli mér bara á einn á morgun :) já eða kannski tvo, grunar að mér muni finnast erfitt að velja á milli Berry Much og Light It Up!

 7. Bryndís

  8. October 2014

  Hvað kosta þessir geggjuðu litir :)?

 8. Margrét

  9. October 2014

  Hefuru aldrei heyrt um NYX? Hefur verið á Íslandi í 8 ár og eru með fáránlegt úrval af varalitum.

 9. Guðrún Vald.

  10. October 2014

  Ég fór strax og keypti mér Berry Much og hann er ÆÐI!! Held bara að ég verði að fá mér eitthvað af hinum litunum líka. :) Takk fyrir ábendinguna.

 10. Helga Lillian

  12. October 2014

  Mætti eg forvitnast hvada augnskugga tu ert med a augunum a myndunum? Mjøg fallegur:)

 11. Svandís Björk

  15. October 2014

  Hæhæ :) settir þú varasalva fyrst á varirnar eða settiru blýantinn bara strax á? Finnst varirnar verða þurrar og mislitar þegar ég prófaði að setja á mig. Ertu með gott ráð við því?

  • Reykjavík Fashion Journal

   15. October 2014

   Nei, ég gerði það nú sérstaklega ekki þarna. En byrjaðu á því að nota varaskrúbb og nudda yfir varirnar til að taka burt dauðu húðfrumurnar sem geta gert ójöfnur í húðina. Ef þú átt ekki húðskrúbb virkar líka vel bara að nudda blautum þvottapoka yfir varirnar. Nærðu þær svo bara með góðum varasalva og leyfðu honum að vera á í nokkrar mínútur áður en þú setur litinn á :)