Það er nú ekki sjálfgefið að finna hér á landi góða matta varaliti hjá ódýrari snyrtivörumerkjum – ekki misskilja mig ég er ótrúlega ánægð með úrvalið í þeim deildum en mér hefur lengi einmitt fundist vanta akkurrat flauelsmjúka og matta varaliti þar. Það eru þó til auðvitað svona Superstay litir sem koma í eins konar gloss formi – en mér finnst það þó ekki alveg eins. Auðvitað er einn og einn svona inná milli en ég vil alltaf meira og betra úrval – og nú hefur Maybelline svarað því kalli mínu og ábyggilega kalli sem fleiri hafa látið frá sér.
Núna voru sumsé að koma varalitir sem heita Color Drama og eru í blýanta formi – hér sjáið þið nokkra litir úr línunni…
Litirnir eru samtals 6 (það eru þó tveir í viðbót væntanlegir) og eiga það allir sameiginlegt að vera með sérstaklega sterkum pigmentum, gefa þétta áferð og endast fáránlega lengi. Ég var með þennan dökka á mér frá því klukkan 2 til miðnættis á Miðnæturopnun Smáralindar á fimmtudaginn var.
Blýantarnir eru rosalega þægilegir í notkun en ég mæli þó með því að þið nuddið aðeins oddinum á blýantinum á handabakið áður en þið notið þá fyrst svo þeir verði mýkri – þá verður áferðin líka alveg jöfn því oddurinn í nýjum svona blýant er flatur og þá er getur liturinn orðið ójafn og líka bara aðeins óþægilegri að bera á varirnar. Svo er einn galli við þá – það fylgir ekki yddari með en margar förðunaráhugamanneskjur eins og við eigum nú nokkra svoleiðis í snyrtibuddunni :)
Ég skellti að sjálfsögðu í litaprufur með öllum litunum sem fást og þær sjáið þið hér:
Minimalist nr. 140
Eini liturinn sem er ekki alveg hreinn í línunni því eins og þið sjáið þá er dáldil sansering í áferðinni. Mér finnst hún samt ekki skemma fyrir en þrátt fyrir áferðina í litnu verður þessi litur líka alveg mattur.
Nude Perfection nr. 630
Einn fullkominn nude litur – er þessi ekki líka dáldinn Kendall Jenner litur? Ekta 90’s litatónn sem er fullkominn við flotta kvöld augnförðun. Liturinn hentar klárlega til daglegrar notkunar eða að kvöldi til til að tóna niður varirnar þegar augun eiga að vera í fókus.
Light It Up nr. 520
Einn alveg eðal hátíðlegur og rauður litur. Þessi er ekkert alveg sérstaklega hlýr sem ég kann að meta.
Fuchsia Desire nr. 150
Bleiki liturinn er sá sem er næstur í uppáhaldi hjá mér – alveg sérstaklega skemmtilegur og kaldur litur en þannig vil ég að bleiku litirnir mínir séu.
Fab Orange nr. 410
Hér er litur sem er svona elektrik orange tónn – hrikalega skemmtiegur og alveg hreinn litur – glöggir taka þó eftir að ég var aðeins að flýta mér og breiddi ekki alveg nóg úr litnum á miðju neðri varanna – flott ég :)
Berry Much nr. 310
Hér er klárlega uppáhalds liturinn minn – kemur það einhverjum á óvart. Annað sem er sjaldgæft hjá þessum ódýrari merkjum eru svona dökkir varalitir og þessu er bara fullkominn og verður mikið notaður hér framvegis – mögulega nýji signature liturinn minn:)
Það er dáldið skemmtilegt að sjá þegar maður rennir yfir svona myndir af sjálfum sér hvað litirnir geta breytt manni mikið. Ég sé líka alltaf hvað fer mér sjálfri best og mér finnst það helsti þessir áberandi litir – nude litir eru góðir með en ég nota þá sjaldan. Ég veit ekki alveg afhverju mögulega er útskýringin að ég er bara svo sjúk í dökka liti að hinir mæta afgangi.
Mæli með að þið kíkið á Color Drama litina – mæli eindregið með þeim, lita úrvalið er líka mjög breytt eins og þið sjáið og maður getur alltaf á sig varalitum bætt sérstaklega þegar verðið er svona extra gott!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg