Þá er fjórða tölublað Reykjavík Makeup Journal komið út og ritstjórinn hamingjusamari enn nokkru sinni fyr. Blaðið er miklu veglegra en síðast en það er með kjöl og pappírinn er þéttari og flottari og mér finnst mun betri heildarmynd yfir blaðinu. Ég get með sanni sagt að ég hafi lært helling af síðasta blaði og þó það sé að koma alltaf út þá veit ég að ég get alltaf betrumbætt það en ég verð að segja að ég er rosalega stolt af þessu blaði og ég vona að ykkur lítist vel á það.
Blaðið bíður ykkar nú FRÍTT í öllum verslunum Hagkaupa og að því tilefni eru Tax Free dagar í snyrtivörudeild Hagkaupa 12.-16. febrúar. Ég hvet ykkur endilega til að nýta ykkur afsláttinn en búðin er nú að fyllast af æðislegum nýjum vörum og auðvitað eru til fyrir virkilega flottar vörur. Ég ætla að setja saman færslu á morgun með lista yfir vörur sem ég mæli með að þið tryggið ykkur á góðum afslætti. Ef þið hafið ekki tök á að komast í Hagkaup og ná ykkur í blað þá getið þið haft samband við verslunina og fengið það sent til ykkar.
Mig langaði svona aðeins að segja ykkur frá blaðinu og því sem þið finnið þar. Fókusinn í blaðinu er húðin og það er klárlega þemað í gegnum blaðið þó ég reyni svona aðeins að hrista uppí því með viðtölum og skemmtilegu efni.
Á forsíðunni sjáið þið eina af mínum bestu vinkonum leiklistarnemann Írisi Tönju, þessi verður stjarna í framtíðinni það leikur enginn vafi á því. Ég plataði hana til að sitja fyrir í myndaþætti inní blaðinu sem sýnir nokkra æðislega andlitsmaska. Hún sagði mér að eftir myndatökuna hafði húðin hennar aldrei litið ver út – hún hreinsaði sig svo svakalega og rosaleg óhreinindi komu uppá yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hafði hún þó aldrei litið betur út því hún var tandurhrein – mér fannst þetta mjög skemmtilegt og sagði mér að þessir maskar svínvirka þó það sé mögulega ekki besta hugmynd í heimi að nota þá alla í einu.
Ég bætti inní skemmtilegum fréttum úr bjútíheiminum eins og ráðningu Lisu Eldridge hjá Lancome.
Greinin um vorlínurnar var ein af þeim sem ég skemmti mér mest að skrifa því ég elska að lesa um innblásturinn og þemað í gegnum línurnar. Uppsetningin finnst mér líka svakalega flott og það er flott heildarlúkk yfir þessari umfjöllun.
Í blaðinu finnið þið viðtöl við lykilstarfsmenn þriggja íslenskra snyrtivörurmerkja, Blue Lagoon, EGF og Sóley Organics. Mín uppáhalds íslensku merki og mér finnst alltaf gaman þegar ég fæ að vera forvitin og fá meiri upplýsingar. Vörur þessara merkja eru klárlega vörur sem allir verða að kíkja betur á.
Ég plataði hina yndislegu Steffí á femme.is til að sitja fyrir svörum í bjútíbloggaraviðtali. Hún Steffí er ný hjá femme.is og er með skemmtilegar færslur sem þið þurfið endilega að kíkja á, hana finnið þið HÉR. Ég sé að hún er líka búin að birta viðtalið hjá sér – Takk fyrir falleg orð elsku Steffí****
Hér sjáið þið brit af myndaþættinum – tveir alveg stórkostlegir maskar hér á ferðinni. Ég er búin að prófa þá alla sem eru í blaðinu og ég valdi þá af mikilli kostgæfni.
Hér sjáið þið einn af mínum uppáhalds liðum í blaðinu en það er hin einstaka, frábæra og yndislega Eva Laufey sem gerði girnilegar uppskriftir af heimagerðum andlitsmöskum. Allt er þetta hráefni sem ætti a finnast í mörgum eldhúsum lanfdsins og maskarnir eru svo girnilegir að mann langar nánast að borða þá!
Mér finnst sjálfri alltaf skemmtilegra af því að skoða myndir sem eru teknar sérstaklega fyrir blöð en ekki bara vörumyndir. Ég ákvað því að hafa fullt af skemmtilegum myndum. Bæði eru hópmyndir í blaðinu og stakar vörur þar sem ég valdi vörur sem mér fannst hæfa blaðinu og hér eru bæði góðar vörur sem voru til fyrir í bland við nýjungar.
Ein af þeim umfjöllunum sem ég átti erfiðast með að klára var þessi fyrir aldurinn. Það er svo mikið í boði og það var nánast ógerlegt fyrir mig að velja á milli æðislegra vara sem fást hér á landi.
Ómissandi partur af blaðinu eru umfjallanir um nýjungar. Það eru nýjungar frá flestöllum merkjum í blaðinu og alltaf heilla ilmvötnin mig mest – mér finnst þessi opna með þeim fallegri í blaðinu!!
Þetta er góður dagur – ég vaknaði hress í morgun ótrúlega spennt að sjá nýjasta afkvæmið og ég er svo sannarlega spennt fyrir því að hefja vinnu fyrir næsta blað.
Nælið ykkur endilega í eintak sem fyrst áður en þau klárast – það er fullt af efni og ég fékk fullt af æðislegu fólki til að hjálpa mér við skrifin og ég er þeim ótrúlega þakklát þetta eru allt eintómir snillingar!
Ef þið getið ekki beðið eftir að komast í Hagkaup eða eruð búsett erlenids þá finnið þið blaðið líka hér…
4. TBL REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL
EH
Skrifa Innlegg