Það er alveg ótrúlega margt spennandi að gerast í förðunarvöruheiminum á Íslandi framundan – spennandi nýjungar fylla verslanir og samtals eru fjórar línur væntanlegar innan skamms hjá vinsælasta snyrtivörumerkinu MAC.
Fyrst eru það Studio Sculpt Shade and Line augnskuggarnir…
Sjúklega flott útlitið á þessum augnskuggum sem eru þrískiptir. Hugsunin með þeim er að það er hægt að nota þá á tvo vegu. Þegar þið takið þá uppúr pallettunni þá er formúlan mjög létt, pigmentin eru ekki sterk eða áberandi og henta því vel þegar á að gera létta augnförðun. En ef þið bleytið síðan augnskuggana þá verða þeir ótrúlega sterkir og áberandi – þá kemur styrkleiki pigmentanna í ljós. Skemmtileg hugsun á bakvið þessa augnskugga og gaman þegar merki hugsa um notkunarmöguleika vara þegar verið er að hanna nýjungar. Það eru margar skemmtilegar litasamsetningar í boði en ég er komin með einn lit sem ég sýni ykkur sem fyrst.
Maleficent – línan er á leiðinni!! Ég er búin að sjá nokkra testera og pakkningarnar eru náttúrulega bara flottar.
Hér fyrir neðan sjáið þið fullt vöruúrval – hér er auðvitað um að ræða margar vörur sem eru til í föstu úrvali – en pakkningarnar eru það sem gerir þessar vörur svo flottar alla vega að mínu mati – ég girnist helst varalitinn og varablýantinn og ég hefði svo sem ekkert á móti þessari skemmtilegu augnskuggapallettu.
Proenza Schouler fyrir MAC
Hér eru á ferðinni vörur sem eru innblásnar af konunni sem klæðist flíkunum frá Proenza Schouler. Litagleði og bleikir bjartir tónar eru í aðalhlutverki og aftur eru það pakkningarnar sem grípa augað. Kinnalitirnir eru efst á mínum óskalista – hrikalega flott litaáferðin í þeim!! Varalitirnir og varablýantarnir eru líka gullfallegir og allt litir sem smellpassa inní sumarið.
En nú að línunni sem ég er ábyggilega spenntust fyrir…!
Alluring Aquatic vörurnar eru algjörlega trylltar og make up artistinn inní mér girnist þær allar – skoðið bara litina og áferðina sem er í formúlum varanna – ég bilast!!
Eitt af öllu takk!!
Hér eru í boði vörur innblásnar af hafinu – allt frá litum, áferð og umbúðum tengist krafti og dýrð vatnsins en droparnir á umbúðunum sjálfum gefa þeim skemmtilega og öðruvísi áferð.
Mig langar helst í alla augnskuggana – er það nokkuð of klikkað ;)
Andlitspúðrin eru líka alveg fullkomin og gefa húðinni fallega sanseraða þrívíddaráferð sem er fullkomin fyrir sólkyssta húð.
Hvernig líst ykkur á þessar nýjungar – hvaða vörur eru á ykkar óskalista?
Eins og ég segi hér fyrir ofan þá eru þær allar væntanlegar en verða þó ekki allar til í báðum verslunum eitthvað skiptist á milli – t.d. minni línurnar, Proenza og Maleficent en fylgist endilega með verslununum á Facebook – MAC Kringlan & MAC Debenhams þær eru duglegar að uppfæra stelpurnar.
EH
Skrifa Innlegg