Það fer nú ekki á milli mála að sú sem er á bakvið þetta blogg er einn sá almesti múmínaðdáandi sem sögur fara af. Mér fannst því við hæfi að enda aðventuleikina með múmín glaðning fyrir smáfólkið – datt í hug að glaðningurinn gæti mögulega nýst einhverjum í jólapakka :)
Síðasti leikurinn er í samstarfi við eina af mínum uppáhalds netverslunum petit.is þar sem má vinna sérstaklega fallegar vörur fyrir litla fókið okkar og þar á meðal þessi fallegu matarstell:
Þetta fallega sett fæst HÉR
og þetta sett fæst HÉR
Bæði settin eru sérstök hátíðarsett sem eru gefin út í tilefni af 100 ára afmæli Tove Jansson skapara Múmínálfanna, en vegna afmælis hennar hafa komið alls konar fallegir munir þar sem þessir skemmtilegu karakterar eru í aðalhlutverki. Á næsta ári heldur fjörið svo áfram en nú þegar er búið að gefa út sérstakan afmælisbolla sem er uppseldur í forsölu en ætti að vera fáanlegur í almennri sölu í janúar árið 2015.
En ég og Petit.is viljum gleðja heppinn lesanda með einu af þessu matarstelli, eins og ég segi hér að ofan þá er þetta auðvitað falleg jólagjöf já eða bara fyrir smáfólkið á ykkar heimili. Tinni Snær fékk eins svona skál í nafnagjöf og hann á auðvitað fullt af flottum múmín borðbúnaði líka en þessi skál var í miklu uppáhaldi hjá móðurinni – sem þarf auðvitað ekki að segja upphátt :)
Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast svona sett er að:
1. Deila þessari færslu á Facebook hér fyrir neðan.
2. Skrifa í athugasemd við þessa færslu hvort settið þið mynduð vilja.
3. Ekki skilyrði en ég mæli með að þið smellið á Like á FACEBOOKSÍÐU PETIT.IS bara svo þið missið ekki af neinu.
Ég ætla svo að draga út úr innsendum svörum á morgun :)
Annars biðst ég afsökunar á fáum færslum, lenti í smá slysi á föstudaginn og úr varð þursabit sem ég er að vinna mig uppúr en að sitja við tölvu og skrifa eða taka sjálfsmyndir er eitthvað sem ég get því ómögulega gert þessa stundina. Auk þess sem tölvan er í góðum höndum hjá ljúflingunum í Macland í smá yfirferð – auðvitað þurfti eitthvað að koma fyrir mig og tölvuna 5 mín fyrir jól ;)
En gerið það fyrir mig að muna að njóta þessa síðasta sunnudags í aðventu – hann kemur ekki aftur fyr en eftir ár***
EH
Skrifa Innlegg