fbpx

3.tbl Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Þá er dagurinn stóri lokst runninn upp – útgáfudagurinn!! 3. tölublað Reykjavík Makeup Journal er nú fáanlegt í öllum verslunum Hagkaupa og það FRÍTT!

rmjandrea

Mig langaði aðeins að sýna ykkur inn úr blaðinu en ég er vægast sagt að springa úr stolti og ég bara gæti ekki verið sáttari með útkomuna. Í blaðinu vona ég að allir finni efni við sitt hæfi og ég mun gera mitt besta til að ganga úr skugga um að það verði alltaf þannig. Blaðið vinn ég í samstarfi við Hagkaup en þeir gefa út blaðið og ég ritstýri. Allt efnið í blaðinu er skrifað af ritstjórn og það inniheldur engar greiddar umfjallanir og við skrifum allan texta sjálfar. En við gerð blaðsins fékk ég til liðs við mig systurnar Ragnheiði Lilju og Rebekku Ívarsdætur sem eru ótrúlega fróðar um allt sem tengist förðunar- og snyrtivörum.

Á forsíðunni sjáið þið hina yndislegu Andreu Magnúsdóttur sem var í mínum huga sú eina sem kom til greina til að vera á fyrstu prentuðu forsíðu blaðsins og ég er alsæl með forsíðuna sjálfa sem Aldís Pálsdóttir tók.

rmj10

Ég kýs að hafa forsíðuna bara sem einfaldasta og ég er svakalega hrifin af þessari uppsetningu og ég elska litina í myndinni af henni Andreu, myndin er svo mjúk og falleg.

rmj9

Inní blaðinu finnið þið nokkurra blaðsíðna umfjöllun um ilmi fræga fólksins. Þá tók ég saman svona þessa helstu celebrity ilmi, segi aðeins frá þeim, sögu ilmanna og nýjustu ilmunum. Í liðnum eru ilmir frá söngvurum, fatahönnuðum og hljómsveitum og ilmir fyrir bæði dömur og herra.

rmj8

Opnumynd af flottum naglalökkum sem eru fullkomin fyrir haustið!

rmj7

Bjútíklúbburinn er með aðeins breyttu sniði. En nú gefst lesendum tækifæri til að fá svör við spurningum sem hafa mögulega brunnið á þeim undanfarið. En spurningarnar vann ég uppúr smá tilraun sem ég gerði inná Facebook síðu bloggsins.

rmj5

Annað sem mér fannst margar biðja um í þessari tilraun minni var að fá umfjöllun um farða. Svo ég gerði stóra farðaumfjöllun og flokkaði alls konar flotta farða í fimm mismunandi flokka eftir húðtýpu. Innan hvers flokks er að finna alls konar farða og markmiðið er að gefa konum smá hugmynd um að það er svo margt flott og mismunandi í boði en líka að leiða þær að rétta farðanum fyrir þær til að prófa næst.

rmj4

Svo eru það olíurnar og umræðan um þær. Ég lagði því í aðra stóra umfjöllun um olíur fyrir húð, hár og líkama og ég vona að þær sem vildu vita meira um olíurnar og mátt þeirra finni svör við sínum spurningum hér.

rmj3

Hér sjáið þið uppáhalds opnuna mína í blaðinu – ilmina! Ég elska bara uppsetninguna á þessum lið – svo myndrænt og fallegt. Aftast í blaðinu er að finna nýjungar frá snyrtivörumerkjum og þessi opna er partur af þeim kafla. Nýjungarnar eru alltaf aftast í mínu blaði – fá alveg sér kafla og þið getið alltaf treyst á því að þær verði á sínum stað í framtíðinni.

rmj2

Í blaðinu er að finna smá viðtal við hana Andreu þar sem hún deilir með lesendum fegurðarvenjunum sínum og leyfir okkur að sjá hvað er í hennar snyrtibuddu. Myndirnar sem Aldís tók eru bara stórkostlegar og ekki láta þær fara framhjá ykkur.

rmj

Í gegnum blaðið er svo að finna nokkur förðunartrend sem eru að mínu mati áberandi fyrir haustið. Hér sjáið þið nude varirnar sem koma sterkar inn þökk sé Kylie Jenner m.a.

Í dag verð ég inní Hagkaup Smáralind frá klukkan 13:00 að kynna blaðið og að sjálfsögðu að aðstoða konur við val á snyrtivörum. Það er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég vona innilega að þið komið og kíkið á mig. En blaðið er líka fáanlegt í hinum Hagkaups verslununum.

En þið verðið eiginlega að kíkja við í dag og næla ykkur í blaðið og kannski eina nýja viðbót í snyrtibudduna því í tilefni þess að blaðið er að koma út er TAX FREE af öllum snyrtivörum og það bara í dag!

Svo þá er líka tilvalið að koma og splæsa í hreinsivöru frá Lancome á sérstaklega góðu verði og eiga kost á að eignast Plus græjuna frá Clarisonic sem ég sagði ykkur frá í gærkvöldi.

Ég vona innilega að ykkur lítist vel á blaðið og svo á mánudag þarf ég að bretta upp ermar og hefja gerð næsta tölublaðsins sem kemur að sjálfsögðu út fyrir hátíðirnar:)

EH

Nýtt í skóskápnum: Camilla Pihl fyrir Bianco

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ágústa Ýr Sigurðardóttir

    16. October 2014

    Glæsilegt, til hamingju :)

  2. Lilja

    16. October 2014

    Til hamingju með blaðið! Verður það aðgengilegt á netinu fyrir okkur sem búum erlendis? :)

  3. Rósa

    16. October 2014

    Innilega til hamingju með blaðið! Hlakka til að lesa :)

  4. Þorbjörg

    17. October 2014

    Þû ert snillingur Erna :)) ekkert smá gaman að lesa allt eftir þig :)))) bestu kveðjur

  5. Sandra Jónsdóttir

    17. October 2014

    Til hamingju! :) Hlakka til að ná mér í blað.