Hilrag

VILTU VINNA PYROPET KERTI ?

 

Pyropet kisukertið eftir Þórunni Árnadóttur er komið aftur í verslanir eftir að hafa slegið rækilega í gegn þegar það kom fyrst út.
 Það kom nýlega önnur sending af þeim í Kraum og í tilefni af því ætla ég í samstarfi við Kraum að gefa heppnum lesanda slíkt kerti.
Instagram leikur Svönu á Svartáhvítu heppnaðist svo vel að við ákváðum að slá til aftur og hefja leit nú að Kraumkisunni !
Til þess að eiga möguleika á því að vinna kisukertið :
-Fylgja Kraum_Reykjavik & Trendneti á instagram.
-Pósta skemmtilegri kisumynd á instagram og  merkja #kraumkisan ( muna að hafa instagram opið, annars sjáum við engar myndir)
ég vel svo einn heppin lesenda á laugardaginn sem fær kertið :-)
Fyrir þá sem kannast ekki við Kraum er hún staðsett í elsta húsi Reykjavíkur og býður uppá glæsilegt úrval íslenskar hönnunar
ég bíð vandræðalega spennt eftir að fá að skoða kisumyndir og læt tvær myndir af fjölskyldukisanum Dimmalimm ( sem ég kalla alltaf reyndar bara kisa en..) með

 mjá!

x hilrag.

INSPIRATION OF THE DAY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Hanna Lea Magnúsdóttir

  20. November 2014

  Ohh finnst svo leiðinlegt þegar það eru instagram leikir,
  Það eru ekki allir með snjallsíma :(

  • Kraum

   20. November 2014

   Sæl Hanna Lea – ef þú ert með mynd sem þú vilt senda inn í leikinn, endilega settu hana inn á Facebook vegginn okkar og við setjum þig í pottinn! :)

   Bestu kveðjur frá Kraum