fbpx

STRAWBERRY CUPCAKES A LA M.STEWART

 • 3 1/4 bolli hveiti
 • 1 matskeið lyftiduft
 • 1 teskeið salt
 • 2 sticks  smjör við stofuhita ( 1 stick er 113,5 gr)
 • 2 1/4 bolli sykur
 • 3 stór egg
 • 1 eggjahvíta
 • 1 bolli nýmjólk
 • 1 1/2 teskeið af vanillu extract ( ég notaði vanilla powder)
 • 2 bollar af ferskum niðurskornum jarðaberjum ( ég notaði 1 og hálfa öskju því þau voru svo lítil)

Ofninn er hitaður á 180 gráður. Síðan notaði ég pappírsform ofan í silicon bakkann minn sem gerir 12 kökur í einu.

1. Blandaðu hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.

2. í hrærivél á medium hraða seturu smjörið, sykurinn og vanillu saman. Hrærir þangað til “pale and fluffy”
Næst eru það eggin og eggjahvítan, eitt sett í einu og hrært saman þangað til að þau eru fullkomnlega blönduð við

Hraðinn á hrærivélinni stilltur á low – í 2 pörtum ( ég gerði þetta reyndar í fleiri skipti en það er bara af því ég á glataða hrærivél)
settu helmingin af hveitiblöndunni og helminginn af mjólkinni – hrært vel saman, þetta er endurtekið þangað til að hveitiblandan og mjólkin er öll komin í.

“Fold in” jarðaberin ( best að gera það með sleikju)

3. Ég nota alltaf sleppiskeið (ískeið) þegar ég er að baka cupcakes ( bæði mjög þæginlegt og ágætismælieingin)
Notaði fulla skeið og setti í formin ca 3/4 af forminu.

Bakað í 27 mín.

Kremið átti að vera mega gúrmé í boði Mörthu Stewart en ég var að renna út á tíma (note to self, byrja snemma að baka ef þú ert að bjóða fólki í mat, haha)
svo ég gerði smjörkremið klassíska.

75gr smjör við stofuhita
125 gr flórsykur
1 egg
1 teskeið vanilla
3 matskeiðar kakó ( í þessu tilviki flórsykur)

allt hrætt saman þar til ljóst og létt ;)

svo setti ég restina af jarðaberjunum í blender og gerði sósu úr þeim sem ég bætti svo í kremið.

Kremið setti ég svo í kremsprautu með stjörnustút.

vonandi er þetta nógu skýrt, vissi ekki að það væri svona flókið að íslenska og útskýra eina uppskrift.

næst tek ég kannski fleiri myndir en bara af kökunni þegar hún er ready.

ENJOY!

x hilrag.

MONDAY

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sigrídur Adalsteinsdóttir

  9. October 2012

  Líst vel á þessa uppskrift og baka hana mjöög fljótlega :)

 2. Fashionable

  5. November 2012

  Hello! I just wish to give a huge thumbs up for the very good information youa?ve gotten proper here on this post. I will likely be coming back to your weblog for much more soon.
  Fashionable