Hilrag

OUTFIT 23/10

Screen Shot 2014-10-24 at 15.30.16

Rændi þessari af instagram síðu Einveru

Ég er búin að misþyrma svarta blazer jakkanum mínum úr Einveru svo ég ákvað að fá mér þennan rauðbleika lit líka, svo var líka að koma navy blár sem ég er ofsalega skotin í. Ég vil meina að ég geti afsakað það að eiga sama jakkann í þremur litum því ég get notað þá svo mikið í vinnunni.. Ekki? haha ;-)

Jakki – Einvera
Bolur – Einvera
Buxur – Einvera
Úr – Daniel Wellington

x hilrag.

ps. hvernig finnst ykkur þetta plástralook? Stórhættulegt að vinna í verslun stundum.

 

BLEIKUR FIMMTUDAGUR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Steinunn

  24. October 2014

  Hæ Hildur og takk fyrir skemmtilegt blogg. Mig langaði svo til að spyrja hver klippir á þér hárið, þar sem það er með því fallegra sem ég hef séð.

  Bestu kveðjur
  Steinunn

  • Hilrag

   25. October 2014

   Ó takk kærlega fyrir það! En gaman að heyra. Hún Fía vinkona mín á Hárhönnun á skólavörðustíg gerir það vanalega, ef hún er ekki laus þá mæli ég líka með Herði á Slippnum eða Thedóru Mjöll á Rauðhettu&Úlfinum

   mbk :)

   • Margrét

    26. October 2014

    Flottir jakkar .. eru þeir til ennþá í þessum litum og hvað kosta þeir ?

    • Hildur Ragnars

     27. October 2014

     Jakkarnir eru til í XS & S í navy / XS-S-L í rauða litnum & öllum stærðum eins og er í svarta.. Þeir eru á 15.990kr :)

 2. Rut R.

  26. October 2014

  plástrar í stíl… mjög töff :D

 3. Steinunn

  27. October 2014

  Takk fyrir kærlega :)