Ég er mjög despò að reyna finna hinn fulkomna maskara, megid endilega share-a hvaða maksara þið þvì ég veit aldrei hvað ég á að kaupa þvì ég er mega pikkì. ég er lìka að reyna finna nýtt andlitsvatn fyrst að Hagkaup hætti að kaupa inn mitt (sem ég er bùin að vera nota sìðan ég var 15 ára) svo endilega hints and tips vel þegin. Kv.clueless.
6 Skilaboð
-
Ég nota Show Me Volume Mascara frá Gosh. Hann er ódýr, góður, endist fínt og ég mæli með honum!
-
Rauði maskarinn One by One frá Maybelline er ótrúlega góður.
-
Þessi er yndislegur notaði hann í svona 4 ár : http://www.lancome-usa.com/Hypn%C3%B4se/990516,default,pd.html Svo fékk ég þennan : http://www.maccosmetics.com/product/shaded/152/10182/Haute-Naughty-Lash/index.tmpl
í afmælisgjöf í sumar og hann er SNILLD!:)
-
Bíddu þangað til eftir helgi 2 awesome maskarar frá Maybelline á leiðinni í búðir:*
-
ég nota Clarins maskara, hann er mjög góður..lítur svona út: http://cdni.condenast.co.uk/320×360/w_z/Wonder-Length-Mascara_320.jpg
þannig ég geri ráð fyrir að hann heitir wonder length, þó ég muni það ekki alveg, hef líka notað hann í silfruðu..veit ekki hvort þar sé mikill munur á..haha..allavega báðir mjög fínir:) besti so far hjá mér.. nýji frá YSL líka góður en dýr, hef notað hann aðeins…hann er örlítið þykkari. Verra samt að hann er líklegri til að leka sé maður að labba í roki og rigningu..á meðan að clarins maskarinn dreifist þá nánast aldrei neitt..:)
-
Mér finnst Helena Rubinstein með bestu maskarana:)
keypti sexy blacks um daginn og hann virkar mjög vel, soldið pricy en worth it :) Borgar sig að fylgjast með þegar það er enginn vsk í Hagkaup !




Skrifa Innlegg