Hilrag

ANDKÖF

BOOKSPERSONAL

18522415

Vinkona mín hún Malala fékk smá pásu þegar ég fékk nýjustu bók Ragnars Jónassonar í hendurnar. Sólarhring síðar og ég er búin með hana. Hann er einn af mínum uppáhalds íslensku rithöfundum, fáranlega spennandi og vel skrifuð bók.

Þetta er 16.bókin sem ég les á árinu, markmiðið  var að lesa fleiri en á seinasta ári, en þá las ég 19.
Ég þarf virkilega að fara spýta í lófana ef ég ætla að ná að lesa þrjár bækur á 27 dögum.

Ætlaði að pósta listanum með öllum bókunum sem ég las á árinu þegar árið væri búið – en ég ætti kannski að birta hann fyrir jól ef ykkur vantar jólagjafahugmyndir eða góða bók til að lesa í jólafríinu?

x hilrag.

 

HILDUR YEOMAN ♥

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sigurbjörg Metta

  3. December 2013

  Mig sárvantar einhverja góða jólabók! Endilega komdu með smá sneak peak af listanum þínum, ég er alvega að íhuga að lesa þessa þó ég hafi reyndar ekki heyrt um hana áður! :)

  • Hilrag

   3. December 2013

   Ég mæli eindregið með öllum bókunum hans Ragnars ef þú hefur gaman af krimmum! En ég skal pósta smá sneakpeak af listanum á næstu dögum líka :)

 2. Gerður

  3. December 2013

  Þarf að ná í þessa á bókasafnið …
  Hef lesið Rof og Snjóblindu eftir Ragnar sem báðar voru góðar.

 3. Íris Björk

  16. December 2013

  Já endilega póstaðu bókalista fyrir jólin – sárvantar hugmyndir af góðri jólabók :)