Vinkona mín hún Malala fékk smá pásu þegar ég fékk nýjustu bók Ragnars Jónassonar í hendurnar. Sólarhring síðar og ég er búin með hana. Hann er einn af mínum uppáhalds íslensku rithöfundum, fáranlega spennandi og vel skrifuð bók.
Þetta er 16.bókin sem ég les á árinu, markmiðið var að lesa fleiri en á seinasta ári, en þá las ég 19.
Ég þarf virkilega að fara spýta í lófana ef ég ætla að ná að lesa þrjár bækur á 27 dögum.
Ætlaði að pósta listanum með öllum bókunum sem ég las á árinu þegar árið væri búið – en ég ætti kannski að birta hann fyrir jól ef ykkur vantar jólagjafahugmyndir eða góða bók til að lesa í jólafríinu?
x hilrag.
Skrifa Innlegg